Hans klaufi í utanríkisráðuneytinu ?

hans klaufiForystumenn Sjálfstæðisflokksins geta ekki firrt sig ábyrgð á hinu ótrúlega klúðri við afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Þó Framsóknarflokkurinn beri formlega pólitíska ábyrgð á málinu, með því að utanríkisráðuneytið er í þeirra höndum, dugar Sjálfstæðisflokknum ekki að benda bara á Framsóknarmenn. Hvernig má það vera að Sjálfstæðisflokkurinn, sem á aðild að ríkisstjórn meðFramsóknarflokknum sitji þegjandi og horfi á klúðrið við afturköllun aðildarumsóknarinnar að ESB, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar?

Þannig skrifar einn helsti andstæðingur aðildar að ESB Styrmir Gunnarsson.

Og hvað þýðir það þegar sá maður skifar með þessum hætti ?

Það ætti að vekja fólk til umhugsunar um það tjón sem Framsóknarflokkurinn og öfgamaðurinn úr Skagafirði hafa valdið þjóðinni með flumbrugangi og öfgum.

Það er ljóst að Styrmir tekur Framsóknarflokkinn og valdamenn hans vandamál og skaða þjóðarhag.

Það væri fróðlegt að fá nánar að heyra hvað það er við gjörðir Framsóknar sem gæti valdið þessu stórtjóni og meira að segja Styrmir sér.

Flestir landsmenn vilja hafa um það að segja hvort Ísland verður aðili að ESB eða ekki.

Hún vill ekki að Hans í utanríkisráðuneytinu klúðri því máli út af borðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrmir vill bara hnykkja á því að það sé á hreinu að umsóknin sé ógild öannig að trygg sé að fábjánar vinstursins fari nú ekki í enn eina Bjarmalandsförina með þetta mál sem 74% er andvíg.

annars gildir það um alla samninga að ef annar aðilinn dregur sig út með formlegum hætti, sem gert var, þá eru samningar rofnir og ekkert frekar um það að segja.

það voru Íslendingar sem sóttu um og það voru Íslendingar sem drógu umsóknina til baka enda er búið að eyða okkur út af öllum listum sem umsóknarland.

annars veit ég ekki til hvers ég er að eyða orðum á annan eins erkibjána eins og þig...

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2015 kl. 02:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef heimildir um, að þetta sé Sjálfstæðisflokknum að kenna -- enginn Framsóknar-þingmaður standi gegn því að afgreiða þetta í þinginu, en forysta Sjálfstæðisflokksins leggi ekki í þetta vegna andstöðu fáeinna þingmanna þar, og er Vilhjámur Árnason hinn ungi og óeyndi einn þeirra (og svo auðvitað RR, en ekki veit ég, hvort fleiri teljist í andstöðunni).

Þorir Bjarni Ben. ekki að stjórna? Af hverju ætti hann þá nokkurn tímann að vera forsætisráðherra?

Jón Valur Jensson, 13.7.2015 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband