Krossanesborgum ógnað ? Umhverfisslys í uppsiglingu ?

2015  Kerfill og fleira í júlí-3370Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.

( heimild heimasíða Umhverfisstofnunar.)

 

2015  Kerfill og fleira í júlí-3330  Lúpínan mætt í meira mæli en áður.

Krossanesborgir eru perla Akureyrar, svæði sem hefur verið friðað sem náttúrverndarvæði fyrir rúmlega 10 árum mörgum til mikillar gleði. Eins og lesa má í texta hér að ofan og er á heimsíðu Umhverfisstofnunar er þetta svæði að mörgu leiti einstakt í sinni röð í þéttbýli á Íslandi.

Að mínu mati eru blikur á lofti og hætta á ferðum.

Lúpína og kerfill eru að sækja í sig veðrið á landamærum Krossanesborga.

Lúpínan er mest á vestursvæðum en kerfillinn er mest á norðursvæðinu við Lónið.

Við sem höfum starfað að umhverfismálum á Akureyri höfum séð það gríðarlega umhverfisslys sem varð í Hrísey sem hefur valdið því að 15% eyjunnar eru undirlagðar þessum gróðri og allur annar gróður hverfur þegar þessar hávöxnu plöntur mæta.

Ekki nóg með það, heldur hverfur varp fugla að mestu á þeim svæðum og Krossanesborgir eru ekki síst þekktar fyrir þétt og fjölbreytt varp.

Kerfillinn hefur verið að vaxa hratt við Lónið en hefur ekki farið upp í brekkurnar til suðurs því hann þarf frjósamari jarðveg til að sækja fram en þar er nú.

En nú hefur lúpínan verið að aukast þarna jafnt og þétt og hún brunar upp slík svæði auðveldlega.

Þar með skapast aðstæður fyrir kerfilinn að fylgja á eftir eins og gerðist í Hrísey.

Það væri stórkostlegt umhverfisslys ef þessar aðskotaplöntur ná að breiðast út í Krossanesborgum, slíkt má alls ekki gerast.

Umhverfisnefnd Akureyrar hlýtur að bregðast við í samstarfi við Umhverfisstofnun þar sem þetta land er nýtur friðunar samkvæmt náttúraverndarlögum.

Það er ekki eftir neinu að bíða.

Aðgerðir verða að hefjast strax ef ekki á að fara illa á næstu árum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband