Þurfum við nagla ?

Þetta er spurning sem margir svara neitandi. Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu búa við þá hörmung að keyra um í saltsoppu í hvert skipti sem snjóar eða frystir. Göturnar eru rennandi blautar eða þaktar dularfullum pækli sem illt er að aka í. Við hér fyrir norðan viljum ekki salt og því er sandað á erfiðum stöðum þegar gerir hálku. Má ég heldur biðja um það en saltpækilinn sem eyðileggur götur og bíla. En hvort er skárra, aka um á nagladekkjum og sandi eða salti og sumardekkjum ?

Ég held að allt yrði vitlaust hér í bæ  ef mönnum dytti í hug að salta. Ég sá grein um finnska rannsókn sem heldur því fram að nagladekk valdi minni svifryksmengun en önnur dekk. Ekki get ég um það dæmt en það eitt veit ég að soppan Reykvíska er afar óyndisleg og varla holl umhverfi.

Ég fór suður á föstudaginn. Skipti af nöglunum á sumardekk því mér leið ekki vel með að keyra á nöglum til Reykjavíkur. Það var sem við manninn mælt, Holtavörðuheiðin alhvít og því varð að aka varlega á sumardekkjunum. Mér varð hugsað til góðarborgara hér í bæ sem ók um á fínum límosínum. Hann fór með bílinn á verkstæði á september og lét setja undir keðjur og mætti svo fyrir 17. júní og lét kippa þeim undan. Fyrirhyggja það. Hér í bæ lá við snjó á götum í morgun en slapp til.

Mín niðurstaða að af tveimur vondum kostum eru naglar og sandur skárri kostur en salt. Gallinn við loftbóludekkin er að þau virka illa í ísingu sem er miklu algengari hér í breyttu veðurfari en áður var. Niðurstaðan er því að nagla má ekki banna, til þess eru þeir allt of mikilvægir með tilliti til öryggis.


mbl.is Tími nagladekkjanna er liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband