Misskiptingin á Íslandi komin til að vera ?

For­ystu­menn VR, Efl­ing­ar og BHM segja að ekki verði lengra haldið í kjaraviðræðunum nema að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og ríkið setji hug­mynd­ir um breytt fyr­ir­komu­lag vinnu­tíma og launa til hliðar.

______________

Kjaraviðræður í landinu eru í hnút og engar lausnir sjáanlegar.

Orðræða undanfarna daga vekur upp spurningar sem fáir virðast kunna svör við.

Þjóðartekjur á mann á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast í heiminum.

Arður til margra fyrirtækja og stofnana telur í milljarðatugum.

Þrátt fyrir þetta segja sumir stjórnmálamenn, Seðlabankinn, AGS og fleir spekingar að laun geti ekki hækkað hér á landi nema um tæplega 4 % þá sé stöðugleikanum ógnað.

Staðan er því að þrátt fyrir miklar þjóðartekjur og háar arðgreiðslur verður Ísland að vera láglaunaland til að halda sjó.

Þjóðin ber afar lítið úr býtum vegna stóriðju og fiskveiða. Útgerðarfyrirtæki greiða lágan ef þá nokkurn skatt og stóriðjan flytur afraksturinn í landi.

Flest stóriðjufyrirtæki eru nánast á gjafarafmagni og því er afar takmarkað upp úr því að hafa þau hér nema til að greiða fáeinum starfsmönnum laun.

Að vísu erum sumar starfsgreinar sem hafa fengið góða búbót hjá stjórnvöldum en þeir eru víst mikilvægari en þessi almenni pöpull.

Laun á Íslandi eru lág miðað við þær þjóðir sem næstar okkur eru.

Orðræðan undanfarnar vikur segir okkur að stjórnvöld og stofnanir telja það lykilatriði að viðhalda láglaunastefnu, annars fer allt á hliðina.

Allt þetta hlýtur að beina kastljósinu að þeirri gríðarlegu misskiptingu sem viðgengst í þjóðfélaginu.

Valdir hópar hafa allt sitt á þurru, aðrir lepja dauða úr skel.

Og það er framtíðarstefna stjórnvalda, svona hefur þetta verið og verður að vera til að þetta þjóðfélag gangi.

Þetta vekur upp enn fleiri spurningar þegar horft er til framtíðar.

Núverandi stjórnvöld hafa enga framtíðarsýn, engin stefna er í mótun. Allt gengur út á að þetta slugsist út kjörtímabilin.

Það lafir meðan ég lifi - stefnan er okkur í blóð borin við virðumst ekki getað hugsað fram í tímann eða mótað stefnu.

Og meðan svo gengur fara fleiri og fleiri annað, það er stutt til landa sem hafa allt aðra sýn og allt aðra getu en stjórnlaus hólminn við heimskautsbaug.

 

 


mbl.is „Komnir upp að vegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband