Samfylkingin að ná sér á strik.

Samfylkingin vann stórsigur í þessu kjördæmi síðast og fékk rúmlega 29 %. Enn liggur flokkurinn aðeins undir því metfylgi og er með milli 25 og 26% og halda sínum þremur kjördæmakjörnu þingmönnum.  Sjallar standa í stað en VG bætir verulega við sig en eru samt nokkuð langt undir því fylgi sem sést hefur að undanförnu á landsvísu. Frjálslyndir missa sinn mann og Framsókn annan sinna. Þetta þótti Guðna góð niðurstaða en hver hefur sinn smekk fyrir viðmið.

Enn sjáum við það trend að Samfylkingin er að bæta við sig fylgi í könnunum. Það er ekki undarlegt og ég veit að nú er komið að þeirri stundu að þessi 40-45 % óákveðinna fari að gera upp hug sinn. Það eru þeir sem taka ekki afstöðu fyrr en þeir sjá stefnuskrár og heyra málflutning flokkanna. Samfylkingin hefur verið að kynna til leiks stefnumiðin eitt af öðru og í dag var kynnt úttekt sem flokkurinn lét gera um efnahagsmálin. Það ásamt svo mörgu öðru hrekur út í hafsauga það rakalausa bull sem viðhaft er um flokkinn og meint stefnuleysi hans. Kjósendur munu sjá í gegnum rakalausan þvætting andstæðinganna. 

Félagar mínir í Suðrinu hafa náð flottu flugi og stutt er í metið frá 2003 þegar jafnaðarmannaflokkur náði þeim stórmerka áfanga að vera stærsti flokkurinn á þessu svæði. Björgvin Guðni er flottur stjórnmálamaður og verðugur arftaki Margrétar Frímannsdóttur.

Í lokin get ég vart orða bundist yfir málflutningi landbúnaðarráðherrans. Maður verður eiginlega sorgmæddur að hlusta á steypuhrærivélina Guðna Ágústsson.  Einhvernveginn finnst mér hann aldrei hafa fattað að hann er í stjórnmálum og stjórnmál eru kúnst og alvarlegt mál. Hann er alltaf að skemmta á þorrablótum og fáir undir þrítugu skilja hvað hann er að segja þegar hann kemst á flug....Tounge


mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Hún er góð íslenska paprikkann" þegar Guðni opnar munninn þá detta oftast út úr honum ,,gamlir" lúnir fimmaura brandarar, sem eru löngu komnir úr tísku - eins og Framsóknarflokkurinn í heild . Já við Samfylkingarfólk tökum þetta hægt og bítandi og af öryggi þegar upp verður staðið.

Páll Jóhannesson, 11.4.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband