Sjálfstæðisflokkurinn að rifna á öllum saumum.

Áhrifamenn í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins ræða sín á milli um stofnun frjálslynds hægri flokks og kasta jafnvel fram þeirri hugmynd að ungir sjálfstæðismenn kljúfi sig úr Sjálfstæðisflokknum

______________

Á mínum yngri árum var Sjálfstæðisflokkurinn næstum alltaf um eða yfir 40%.

Það voru kallaðar hamfarir ef hann datt niður í eða undir 35%.

Núna er hann að lafa í 25% á góðum degi.

Í þessum bút sem eftir er grasserar klofningsumræða enda eru allir frjálslyndir hægri menn búnir að fá nóg af afturhaldinu og sérgæskunni sem einkennir þennan fyrirgreiðsluflokk hinna ríku.

Það eru hópar fólks sem ekki sætta sig við að Sjálfstæðisflokkurinn sé fyrst og fremst hagsmunagæsluflokkur fyrir ríka fólkið, útgerðina og stóriðjuna.

Þannig er flokkurinn undir stjórn BB.

Nú tala alþjóðasinnaðir hægri menn um að stofna Viðreisn, flokk sem leggur áherslu á frjálslyndi og að vera alþjóðasinnaður.

Nú vilja ungliðar flokksins fara sömu leið, búnir að fá nóg af fortíðarhyggju og afturhaldi flokksins.

Þeir vilja ekki flokk sem er eins og steinrunnið framhald af Framsóknarflokknum.

Hætt er við að fyrrum meistarinn undir Svörtuloftum gráti hástöfum við skrifborð útgerðamannanna í Hádegismóum.

Gæti það verið að innan tveggja ára verði BB formaður í 10% íhaldsflokki ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau eru gjörsamlega úti á túni þessi börn með RÚVarann Gísla Martein í fararbroddi.  

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/05/12/hreinn-og-klar-vidbjodur-segir-sjalfstaedismenn-hina-einu-sonnu-kommunista-a-islandi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband