10.4.2007 | 14:37
Framsókn lofar.
Þá er það Framsókn. Loforðalistar birtast nú einn af öðrum. Ég var svolítið að bíða eftir Framsókn því fáir flokkar hafa lofað jafn feitt og svikið síðustu árin. Flestir muna milljarðinn fræga til forvarna um árið og ýmislegt fleira. Kíkjum áðeins á listann.
Víðtæk sátt verði um þjóðareign á auðlindum og stofnaður auðlindasjóður þjóðarinnar.
Ýmsir muna þá sátt sem Framsókn stóð fyrir i þessum málaflokki rétt fyrir þinglok en það er líklega gleymt enda kenndu þeir öllum nema sjálfum sér.
Eingöngu verði einstaklingsrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Jæja...digurt er lofað. Framsókn hefur stjórnað þessum málflokki í tólf ár og allir vita hvert ástandið er. Ég þekki vel til hvernig gengur að ná til ráðuneytisins og hvernig Framsóknarflokkurinn svarar engu og vandamálin eru allsstaðar. Biðlistar eru langir í þessum málaflokki og engin svör fást. Hvað á að breytast ?
Gerð verði verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl.
Stolið og stælt úr Fagra Íslandi. Hver hefur skilið formann Framsókarflokksins þegar hann gerir lítið úr stefnu annarra flokka sem eru að leggja þetta til.
Fjármagn og mannafli lögreglu verði aukin.
Framsókn hefur verið við völd í 12 ár. Hvað breyttist ?
Ókeypis tannvernd verði til 18 ára aldurs.
Hvað breyttist ? Framsókn hefur stjórnað þessum málaflokki í 12 ár. Allir vita umræðuna um tannheilsu barna að því tímabili loknu.
Þjóðvegir frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir og unnið verði að jarðgangagerð á 2-3 stöðum samtímis næstu áratugi.
Hvað hefur ríkisstjórnin helst skorið niður og svikið síðustu ár. Er það ekki vegaáætlun ?
Svona mætti halda áfram fyrst um sinn en ég er hættur. Ég bara að rifja það upp fyrir sjálfum mér að þessi flokkur hefur verið í ríkisstjórn mjög lengi og nú er komið að endurnýta kosningaloforðin.
Framsóknarmenn boða áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.