Eini flokkurinn með mótaða stefnu.

Samfylkingin bætir enn í stefnumálapakkann. Þegar hafa stefnumið í umhverfismálum, landsbyggðarmálum, málefnum barna og fleira séð dagsins ljós. Nú eru það efnhagsmálin.

Miðvikudaginn 11. apríl n.k. kemur út á vegum Samfylkingarinnar ritið Jafnvægi og framfarir -- ábyrg efnahagsstefna, og er þar fjallað um ástand og horfur í íslensku efnahagslífi. Ritinu verður dreift, niðurstöður kynntar og ræddar á opnum morgunverðarfundi á Grand-hótel í Reykjavík á miðvikudaginn kl. 8.30 - 10.00. Svo hlóðar í frétt í dag.

Samfylkingin er langt á undan öllum öðrum stjórnmálaflokkun í stefnumörkunarvinnu og það er eiginlega fáránlegt að hlusta á endalaust þvaðrið í andstæðingunum um stefnuleysi flokksins. Það segir það eitt að þar tala líklega blindir og sjónskertir menn eða menn sem stunda útúrsnúningastefnu. Sjálfstæðisflokkurinn og Geir Horfni telja líklega ekki að þeir þurfi stefnu, lifa á fornri frægt sem segir að þeir einir kunni á efnahagsmál. Samt er efnhagslífið á suðupunkti, ríkisbáknið þennst út og Geir sefur svefni hinna réttlátu. Ég skora að alla að kynna sér það sem Samfylkingin hefur fram að færa og hætti að hlusta á áróður andstæðinganna. Samfylkingin er eini raunhæfi valkostur gegn ofurvaldi fyrirgreiðsluflokks hinna ríku, Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Samfylkingin boðar til opins morgunverðarfundar um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er tvennt ólíkt að móta stefnu og fara eftir henni, Jón. Það sést best á því hvernig þingmenn Samfylkingarinnar umgangast Fagra Ísland sem á víst að vera stefna flokksins í Umhverfismálum. Hef hlustað á Kristján Möller, Einar Sigurðsson og Láru Stefánsdóttur að ekki sé talað um Örlyg Hnefill, í þínu kjördæmi taka þetta plagg gjörsamlega í nefið og henda því út í ystu myrkur, t.d. í álversumræðunni á Húsavík. Heyri ekki betur en þingmaður flokksins í S-kjördæmi sé genginn til liðs við norðanmenn í samskonar máli að ógleymdym meirihlutanum í Hafnarfirði sem veit ekkert hvað hann vill. Samfylkingin er áttlaus í umhverfsimálum. Það sjá allir heilvita menn og því er fylgið hrunið af flokknum. Samfylkingin mun ekki fella ríkisstjórnina jafn hratt og flokkurinn fellur nú í hugum kjósenda. Vinstri græn eru í stórsókn á landsvísu vegna þess að fólk veit að hverju það gengur hjá þeim flokki. Þar hræðast menn ekki að fylgja stefnumálum sínum eftir hvar sem þeir eru staddir á landinu. Falli ríkisstjórnin mun það því verða mikilli fylgisaukningu VG að þakka en ekki fylgistapi áttaviltrar Samfylkingar

Kv Akureyringur

Akureyringur (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú hefur greinilega ekki lesið Fagra Ísland. Og þú mættir gjarnan nefna dæmi þess að þau taki þetta plagg í nefið. Ég vinn náið með þessu fólki og þekki sumt af því jafn vel og sjálfan mig. Þess vegna verð ég að lýsa því yfir að það sem þú segir er rakalaust bull og segir það eitt að þú hefur ekki kynnt þér Fagra Ísland sem þú hefðir bara gott af. Þar er talað um forgangsröðun og varðveislu en ekki að breyta landinu í náttúrufræðisafn....við þurfum að nýta hluta af því..

 VG hefur bætt miklu við sig á kosnað Framsóknar og það er skiljanlegt. VG mun því miður dala mikið fram að kosningum og það hefur sést á síðustu könnunum að fallið er byrjað...hér 36% fyrir hálfum mánuði...29% fyrir viku og 21% í könnun sem síðast birtist daginn fyrir skírdag. Sennilega enda þeir í kringum 15% sem er þó góður sigur hjá þeim og ég vona bara að þeim gangi vel. Samfylkingin mældist hér yfir kjörfylgi eða með 25.2 % en fékk 23,4 % í kosningum 2003 í síðustu könnun.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.4.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Greinilegt er að Akureyringur hér að ofan er áttavilltur

Páll Jóhannesson, 9.4.2007 kl. 17:39

4 identicon

Fylgisaukning Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi samkvæmt könnuninni er aðeins 1.8% á fjórum árum sem er vel innan skekkjumarka svo vægt sé til orða tekið. Ég hef lesið Fagra Ísland eins og annað sem minn gamli flokkur Samfylkingin hefur sent frá sér. Flest af því er ágætt en mér líkar hinsvegar ekki hvað talsmenn flokksins, t.d. þingmenn eru til í að sveiga frá samþykktum flokksins þegar þeim hentar eins og ég nefni hér að ofan. Þess vegna hef ég ákveðið að styðja vinstri græna í vor. Þeir eru einfaldlega trúverðugastir í sínum málflutningi eins og glöggt mátti sjá og heyra á skeleggum málflutningi Steingríms J í Kastljósinu í kvöld.
Segjum þetta gott þetta mál.

Kv Akureyringur

Akureyringur (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband