Nú reynir á ríkisstjórnina.

Nú reynir að vilja og stefnu Íhaldsflokkanna í landsbyggðarmálum. Mjög margir kostir þess að stækka ekki í Straumsvík hafa verið dregnir fram að undanförnu. Efnhagsástandið er afar viðkvæmt og þolir illa slíka innspýtingu sem framkvæmdir við álver þarna hefðu í för með sér. Efnahagssérfræðingar hafa dregið fram þá staðreynd að meiri líkur séu á mjúkri lendingu eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins í efnhagsmálum.

Einnig reynir á raunverulegan vilja þessarar stjórnar að gera eitthvað sem kalla mætti byggðastefnu. Allir sem það vilja sjá að ekki er þörf á uppbyggingu stóriðnaðar á StórReykjavíkursvæðinu þar sem þensla er allt að drepa. Það reynir líka á hversu mikil áhrif landsbyggðarþingmenn flokksins og frambjóðendur hafa að segja. Ég hef haldið því fram að rekin sé fjandsamleg stefna gagnvart landsbyggðarkjördæmunum og Norðurkjördæmin eru markvisst svelt í atvinnu og samgöngumálum. Að vísu nýtist álverið fyrir austan atvinnuupbbyggingu þar en hefur engin áhrif hér fyrir norðan, hvað þá vestan.

Það er ljóst að ef einhver dugur er í þessari ríkisstjórn þá frestar hún ákvörðunum um þensluhvetjandi uppbyggingu á suðvesturhorninu. Helguvík á að færast afturfyrir Húsavík í iðnaðaruppbyggingu. Það á alls ekki að virkja í neðri hluta Þjórsár nú. Landsmenn ætlast til þess að þessi ríkisstjórn láti ekki reka á reiðanum lengur. Þetta er að verða stórhættulegt ástand í efnahagsmálum þó svo dýralæknirinn talnaglöggi hafi ákveðið að hafa höfuðið í sandinum eins og fuglinn forðum.


mbl.is Alcan íhugar að reisa álver á Keilisnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að mikil þensla er á stór-Reykjavíkursvæðinu, sem er ekki fyrir tilstuðlan framkvæmdana fyrir austan, heldur fyrst og fremst fjármálageirans.   Á meðan fjármagnið sem knúið hefur uppbygginguna fyrir austan hefur að minnstu leyti viðkomu í íslensku hagkerfi (erlendir birgjar, verktakar og starfsmenn að langmestu leyti), hafa fjármálafyrirtæki og stofnanir dælt um 2.500 milljörðum af lánsfé (erlendu að mestu) inn í hagkerfið, síðan framkvæmdirnar hófust fyrir austan 2003.  Lítið af þessu lánsfé hefur ratað útfyrir höfuðborgarsvæðið. 

Þá hafa bankarnir valdið mikilli þenslu á vinnumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega hvað varðar háskolamenntað fólk, þannig að þekkingarfyrirtæki eins og verkfræðistofur og hugbúnaðarfyrirtæki líða fyrir.   Greiningardeildir bankana hafa ekki verið að hafa fyrir því að benda á þessa staðreynd, skiljanlega þar sem það hentar ekki vinnuveitandanum.   Þess í stað kenna þær framkvæmdunum fyrir austan um, sem er ekki heiðarlegt.  

Það sem vantar hér tilfinnanlega til að gera umræðuna um þessi mál upplýstari, eru vandaðar og óhlutdrægar hagfræðilegar úttektir um áhrif stórframkvæmda og hvaða mótvægisaðgerðir þyrftu að koma til ef einhverjar, svo hægt sé að byggja upp öflugt atvinnulíf, án þess að þensluskrímslið sleppi laust.   Öðrum þjóðum hefur tekist að byggja upp hratt og viðhaldið háum hagvexti án þess að allt fari úr böndunum og því ættum við að geta það líka.   M.v. við umræðuna núna þá er eins og allur vöxtur og framþróun sé hættuleg, sem er ekki gott.   Hvað myndi gerast ef verð á sjávarafurðum hækkaði svo mikið að extra 100 milljarðar kæmu inn í hagkerfið?    Færi allt á hliðina?  

Sigurður J. (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818125

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband