Fúsk Fréttablaðsins.

Í Fréttablaðinu er farið yfir efndir og svik ríkisstjórnarflokkanana á kosningaloforðum. Þetta er hinn merkilegasti listi og að ýmsu að hyggja. Ég vona þó að mál sem ég þekki minna séu jafn mikil markleysa og þar sem fjallað er um einkarétt Póstsins hf og efni því tengt. Það vill svo til að ég þekki þann þátt í hörgul og furða mig á ragnfærslum fréttamannana sem bera á ábyrgð á þessari frétt. Orðrétt segir.

Einkaréttur á póstdreifingu hefur ekki verið afnumin heldur situr Íslandspóstur  hf einn að þeirri dreifingu.  Síðan er þetta botnað með atriðum sem koma málinu ekki við.

Þetta segir mér að eitthvað vanti upp á vönduð vinnubrögð hjá fréttamönnunum Magnúsi Halldórssyni og Þórði Snæ Júlíussyni. Til að upplýsa þá aðeins og jafnframt að benda þeim á staðreyndir vil ég segja eftirfarandi.

Það er verið að afnema einkarétt í póstþjónustu í áföngum samkvæmt alþjóðasamningum. Það ferli hefur staðið yfir árum saman.

Aðeins er eftir einkaréttur á árituðum bréfum undir 50 grömmum og fellur að fullu niður 2009.

Þetta eru árituð bréf en full samkeppni er í öllum öðrum þáttum póstþjónustu á Íslandi.

Full samkeppni er í árituðum bréfapósti yfir 50 gr, markpósti, fjölpósti, bögglapósti o.s.frv.

Ég vona að aðrir þættir þessarar fréttar séu áreiðanlegri. Það veldur mér nokkrum áhyggjum að sjá svona fréttamennsku þegar maður gjörþekkir málin. Ég skora á þá að kynna sér þessi mál og birta leiðréttingu á þessum rangfærslum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband