Vanhugsuð tillaga Höskuldar þingmanns Framsóknar.

Bæjarstjórinn á Akureyri segist telja ólíklegt að sveitarfélag sé tilbúið að láta frá sér skipulagsvald, hinsvegar sé land í eigu ríkisins alltaf skipulagt í samráði við landeigendann.„Mér finnst eðlilegt að landeigandinn og það hefur verið þannig í langflestum tillvikum þar sem að landeigandi ekki bara út af flugvelli heldur út af öðrum aðstæðum, leggur fram skipulagstillögu að sveitarfélagið samþykki tillöguna sem kemur frá landeigandum.“

( ruv.is )

Þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson er lagður af stað í vanhugsaða skógarferð.

Til að þjóna skammtímahagsmunum Framsóknarflokksins í flugvallarumræðu vill hann taka skipulagsvaldið af sveitarfélögum og færa það til ríkisins.

Slík tillaga er afar óhugsuð og gengur gegn grundvallarhugmyndafræði skipulagsmála.

Þessi tillaga er aðeins ávísun á deilur og ósamstöðu og mun sennilega aldrei ná fram að ganga.

Hvar á að láta staðar numið þegar kemur að því að taka skipulagsvald af sveitarfélögum vegna meintra almannahagsmuna ?

Á að taka skipulagsvald af sveitarfélögum í t.d. raflínumálum, hafnarmálum, þjóðvegamálum o.s.frv ?

Þar má með rökum sína fram á að gildi almannahagmunareglan eða hvað ?

Eða er þetta bara hentistefna þingmannsins?

Ég get ekki séð að samflokkmenn hans í sveitarstjórnum skrifi upp á þessa hugmyndafræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband