Ríkisstjórn með allt á hælunum í samgöngumálum.

Bundið slitlag sem bætist við þjóðvegakerfið á þessu ári verður að öllum líkindum það minnsta í nærri fjörutíu ár, eða innan við tuttugu kílómetrar. Þetta má sjá af gögnum sem Vegagerðin hefur kynnt um áformaðar framkvæmdir. Fjallað var um málið i fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

______________

Núverandi ríkisstjórnarflokkum er að takast að drepa þjóðfélagið í dróma.

Verklegar framkvæmdir eru í lágmarki og framfarasinnuð hugsun horfin.

Hvað varðar bundið slitlag þarf að fara 40 ár til baka til að finna sambærilegt.

Fjöldi fyrirhugaðra framkvæmda var skorin af vegna fjármagnssveltis.

Ekkert gerist í flugvallamálum og ekki bólar á neinum framkvæmdum við flugvöllinn á Akureyri þar sem löngu er ákveðið að stækka flughlað enda völlurinn ólöglegur eins og hann er í dag.

Á meðan stofnar ríkisstórnin starfshóp til að rýna framtíðarskipulag flugvalla með tilliti til beins flugs frá útlöndum.   Það er sýndargjörningur í ljósi þess sára veruleika sem blasir við í framvæmdum og fjármagni til flugvalla úti á landi.

Í stuttu máli, núverandi ríkisstjórnarflokkar eru með allt niður um sig í samgöngumálum og þær stórframkvæmdir sem eru í gangi voru allar settar af stað í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Það er lítið mál að skila hallalausum fjárlögum þegar ekkert er gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Innistæðulausir peningar eru ekki lausn á nokkrum vanda. Rányrkjuklíkustjórn ríkissjóðs er og hefur alla tíð verið óverjandi og dómsstólavarin spilling. Í þeirri falsaðra peninga spillingarbankakrísu sitjum við öll föst.

Það er engu líkara en trúin á innistæðulausa peningafölsunar-spillingu embættiskerfisins alþjóðabankarænandi eigi sér enn stuðningsembættismenn innan valdakerfisins?

Hvers vegna lærum við mannskepnurnar aldrei af reynslunni sögufrægu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2015 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband