Sérkennilegt.

Nýjasta könnun Capacent Gallups er sérkennileg. Flestir flokkar standa í stað en Sjálfstæðisflokkur hækkar og nær eingöngu á kostnað VG. Þetta er sérkennilegt munstur og samkvæmt þessu heldur ríkisstjórninn velli. Það er langt síðan það hefur gerst í könnun að mig minnir.

Samfylking stendur enn í stað rétt innan við 20 prósentin en VG er kominn niður í 21% eftir að hafa verið í 28% fyrir skömmu. Fréttin segir ekkert um hversu margir gefa ekki upp afstöðu sína en mér virðist á þessu að þeim hafi heldur fjölgað því breytingin er sérstök. Flokkarnir sem gera út á umhverfismálin dala sem gæti staðfest það sem margir héldu fram að fókusinn á þann málaflokk minkaði þegar kosingunni í Hafnarfirði lyki.

Ég átta mig ekki alveg á vinsældum Sjálfstæðisflokksins nema væri að óákveðnum hefði fjölgað. Það hefur skýrst með afgerandi hætti undanfarna daga hversu illa flokkurinn hefur haldið á efnahagsmálum þannig að þetta ætti ekki að standast. Annars held ég að meginástæðan sé að stjórnmál hafa ekki verið mikið i umræðunni síðustu daga og þá græðir Sjálfstæðisflokkurinn venjulega. Ég bíð og sé hvað setur í greiningu í kjördæmum því við hér fyrir norðan erum með nýja könnun héðan með 800 manna úrtaki sem ætti að mæla þetta betur en fámennara úrtak Gallup.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þegar fólk hafi borið saman bækur sínar og skoðað alla valkosti þá standi Sjálfstæðisflokkurinn fremstur í vali fólksins. Sjálfur hef ég stundum ætlað kjósa annan flokk en x-D en eftir ítarlega skoðun endað alltaf á mínum gamla flokki.  Það er einfaldlega ekkert annað nógu traustvekjandi og sterkt afl í boði sem maður treystir í ríkisstjórn.  Megum ekki gleyma því að landsfundurinn er eftir hjá Sjálfsstæðismönnum og þá ættu þeir jafnvel að hækka enn frekar í kjölfarið á honum.  Góðar páskastundir.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband