4.4.2007 | 22:22
Samfylking með 25.2% og þrjá menn.
Það var gaman að fylgjast með kosingafundi á Stöð 2. Glæný skoðanakönnun sýndi miklar breytingar. Samfylkingin sem hefur verið að mælast lág hér að undanförnu er komin á skrið og kemur það mér ekki á óvart miðað við þá tilfinningu sem ég hef haft síðastliðna viku - hálfan mánuð. Úrtakið var 800 manns og er fyrsta raunverulega skoðanakönnunin hér. Hlutar Capasent sem snúa að þessu kjördæmi hafa verið frekar fámennir.
Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi.
Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi. Sérkennilegt að ná þessu því enginn veit hverjir verða í framboði hér.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 32 prósenta fylgi og myndi bæta við sig einum manni frá síðustu kosningum. Sjallar ná til baka því fylgi sem þeir töpuðu til Framsóknar síðast og ívíð meir.
Í Capasent mældust VG með 36% næst síðast og 29% í lok síðustu viku. Nú eru þeir komnir í 21% og orðnir minni en Samfylking. Þetta rímar nokkuð við það sem ég bjóst við.
Oddvitar flokkanna voru til svara og fróðlegt að fylgjast með þeim. Kristjánarnir Möller og Þór voru sjálföruggir og komust mjög vel frá þættinum. Sigurjón stóð sig ágætlega þrátt fyrir lágt skor og mér finnst hann nokkuð af öðrum toga en liðið sem er í útlendingakrossferðinni. Steingrímur virkaði pirraður og hefur líklega ekki verið sérstaklega ánægður með þessa niðurstöðu. Hann átti von á meiru eftir 36 prósentin fyrir hálfum mánuði.
Valgerður Framsóknarmaddama var mjög pirruð og var eiginglega í litlu jafnvægi og lái henni hver sem vill. Að fara úr 32 % í 12% tæki flesta á taugum. Þó fannst mér hún hefði átt að taka þessu öðruvísi. Hún notaði tímann til að snúa út úr og gera lítið úr andstæðingunum frekar en kynna málefni Framsóknar til leiks. Frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar er ekki til og þar af leiðandi ekki með í þættinum. En það er ágætlega að verki verið að ná 6% með engan frambjóðanda.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir það...málstaðurinn og stefnan vinna með okkur. Það eru 65% sem gefa upp afstöðu. Það segir mér að Sjallar liggi nærri 27-28% miðað við hvernig óákveðnir raða sér gjanan. Það er raunhæft meðalfylgi þessa flokks í kjördæminu. Þetta var óvenju lélegt hjá þeim síðast. Ég spái þeim 26-28% á kjördag...svona til að segja eitthvað sem mér finnst trúlegt. Þeir ná til baka fylginu að hluta sem stökk á Framsókn síðst vegna þess að þeir voru fúlir með sína frambjóðendur.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.