Umburðarlyndi er málið.

Ég er ekki sérstaklega túaður maður og páskar hafa mér ekki verið hugleiknir sem trúarhátíð. Páskarnir voru fyrst og fremst tími til að skemmta sér og sinni sínu. Hækkandi sól, fuglarnir, náttúran að taka við sér og frí í marga daga. Stórkostlegt. Þó man maður vandamálin í gamla daga, leiðinleg dagskrá í fjölmiðlinum, bannað að spila og allt lokað. Þetta er heldur að lagast seinni árin.

Þó bregður svo við að raddir fortíðar heyrast og vilja endurvekja helgislepju páskanna og banna flest nema hlusta á guðs orð. Það vill nú svo undarlega til að þúsundir manna búa á þessu landi sem hafa ekki skoðun á kristinni trú. Ísland er að verða fjölmenningarsamfélag og við því verðum við að bregðast. Þó svo trúaðir vilji halda hátíð með sínu sniði vilja aðrir hafa annan hátt á og það er vel.

Kristinn trú boðar umburðarlyndi og ekki er vitlaust að allir sem hana aðhyllast skerpi á minni sínu með það. Umburðarlyndi er ein af höfðudyggðum mannkyns og lykillinn að hamingjunni ásamt mörgu öðru.


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband