Endurnýjuð Samfylking. Unga fólkið tekur við.

Formaður Ungra jafnaðarmanna, Eva Indriðadótt­ir seg­ir Sam­fylk­ing­una hafa tekið stórt stökk inn í framtíðina á lands­fundi sín­um um helg­ina. Mikl­ar breyt­ing­ar urðu í stefnu flokks­ins og viðsnún­ing­ur í af­stöðu til stórra mála á borð við aðskilnað rík­is og kirkju, olíu­vinnslu og mann­rétt­indi.

_________________

Nú er lokið Landsfundi Samfylkingarinnar.

Fjölmiðlar hafa haft mikið að gera við að spá og spekúlera í því sem þar fór fram, það er að ræða formannskjör og lítinn mun þar.

Minna hefur farið fyrir áhuga fjölmiðla á því sem þarna fór fram, þ.e. hin mikla endurnýjun, sem var í forustu flokksins, sterk innkoma unga fólksins og róttækar tillögur í ýmsum málum.

En þetta er svo sem ekkert nýtt, fjölmiðlar hafa mestan áhuga á hasar og látum, en nenna síðan sjaldan að kryfja önnur mál til mergjar.

Frá þessu koma tillögur sem í reynd breyta flokknum og áherslum hans mjög mikið og vonandi verður um það fjallað af sömu ákefð og því sem áður hefur birst.

Olíuvinnslumálið er róttækt sem ég er í sjálfu sér efnislega sammála en hefði viljað fá það meira rætt í grunneiningum flokksins, þ.e. í aðildarfélögunum.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er stórmál, sem fáir hafa þorað að klára alla leið þó það hafi verið rætt lengi.

Persónulega var ég afar ánægður með þetta þing, og þrátt fyrir öll lætin í kringum formannskjör, var vinnu þingsins haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist og samstaða og samvinna var einkenni þessa þings.

Ég hef setið þau nokkur og þeir atburðir sem fjölmiðlar höfðu mestan áhuga á trufluðu fundinn ekki neitt og niðurstaða fékkst í stóru málin.

Stefna Samfylkingarinnar er allt önnur í stórum málum, og unga fólkið hefur tekið við flokknum.

Það verður öðruvísi Samfylking sem mætir í næstu kosningar.

Ég hef kallað eftir að Samfylkingin tæki breytingum.

http://joningc.blog/joningic/entry/1654436/

Eftir landsfundinn um helgina er ég vongóður um að við sjáum nýja Samfylkingu sem skilar jafnaðarstefnunni til áhrifa á Íslandi.

 


mbl.is Tók stórt stökk inn í framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 818197

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband