Samfylking með ítarlega stefnu í málefnum barna.

Nú tek ég heilshugar undir með Valgerði. Stöðu kvenna og barna verður að bæta. Mæltu heil ráðherra.

Samfylkingin hefur kynnt stefnu flokksins í málefnum fjölskyldna og barna sérstaklega. Unga Ísland er sennilega eitt merkasta plagg sem litið hefur dagsins ljós hjá Íslenskum stjórnmálaflokki. Það sem þar er sett fram og á að framfylgja er metnaðarfull stefna sem gjörbreytir stöðu þessa hóps í samfélaginu okkar sem við viljum öll bæta. Ég stenst ekki mátið að setja þetta fram hér því ég er stoltur af flokknum mínum að hafa til að bera þá framsýni og réttlætiskennd að setja þetta fram með þessum hætti.

Samfylkingin kynnti í dag ítarlega aðgerðaáætlun um hvernig bæta megi aðstöðu barna og barnafólks á Íslandi. Meðal nýmæla eru foreldraráðgjöf í öllum sveitarfélögum sem miðist við mismunandi aldursskeið barna, frí tannvernd og afsláttarkort vegna tannviðgerða barna, hækkun barnabóta og vaxtabóta og ókeypis námsbækur í framhaldsskólum.

Þá vill Samfylkingin leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins um leiðir til að auka sveigjanleika á vinnumarkaði með því að stytta hinn virka vinnutíma foreldra.

Í stefnunni er lögð á það áhersla að á næsta kjörtímabili muni Samfylkingin, fái hún til þess umboð, beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi í samstarfi við foreldra, skóla, sveitarfélög, samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélög, meðferðaraðila, samtök sem vinna að heill barna og samtök fólks af erlendum uppruna.

 

Markmið Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:

  • Bæta hag barnafjölskyldna
  • Auka stuðning við foreldra til að sinna uppeldishlutverki sínu
  • Virkja og styrkja hæfileika allra nemenda í skólakerfinu
  • Leita allra leiða til að draga úr fátækt barna
  • Auka vernd barna gegn kynferðisafbrotum
  • Auka stuðning við börn innflytjenda
  • Auka stuðning við börn og fjölskyldur barna og ungmenna, sem eiga í vanda vegna vímuefna eða hegðunarerfiðleika, og einnig við börn foreldra sem eiga við sama vanda að etja
  • Bæta lagaumhverfi í málefnum barna og réttarstöðu þeirra

 

Stefnan sem er mjög ítarleg má finna á heimsíðu flokksins og ég hvet alla til að kynna sér hana.


mbl.is Stöðu kvenna og barna verður að bæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband