Fýluferð utanríkisráðherra.

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) seg­ir að staða aðild­ar­um­sókn­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu sé sú sama og verið hef­ur frá því ný rík­is­stjórn tók við völd­um, þrátt fyr­ir að ut­an­rík­is­ráðherra hafi birt til­kynn­ingu þess efn­is að Ísland væri ekki leng­ur í hópi um­sókn­ar­ríkja ESB.

______________

Það eru aðeins hörðustu stjórnarsinnar og slatti af þingmönnum sem halda að bréf utanríkisráðherra hafi breytt einhverju.

Að vísu hefur einn sett fram þá kenningu að bréfið sýni að ríkisstjórnin ætli að láta umsóknina liggja, það er stefnubreyting.

En niðurstaða þessarar háðulegu ferðar utanríkisráðherra til útlanda skilur það eitt eftir að hann varð landi og þjóð til skammar með kunnáttuleysi sínu.

Nú hefur Viðskiptaráð Íslands bæst í hóp þeirra sem segja þetta bréf engu breyta og engu skipta, aðildarumsóknin er í fullu gildi.

Eftir stendur að meirihlutaflokkanir reyndu að svíkja land og þjóð með því að sýna tvöfeldni og með því að sniðganga Alþingi.

Það á eftir að verða flokkunum dýrkeypt því ekki nóg með að eigi að svíkja kosningaloforð sem gefin voru með miklum hátíðleika heldur líka á reyna að gelda þingið og taka sér vald sem ekki er í boði í lýðræðisríkjum.

Fýluferð utanríkisráðherra setti allt á annan endan og svo breytti hún engu.

Ef til vill á hann þakkir skildar fyrir klúðrið ?

Utanríkisráðherra sem misbeitir valdi sínu á þennan hátt á að víkja, og af því ríkisstjórnin studdi hann í þessari skógarferð ætti hún að fara sömu leið.

 

 


mbl.is VÍ: Staða aðildarumsóknar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var viðbúið.

Það virðist alveg útséð með að þessir menn geti sagt satt orð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2015 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband