Ríkisstjórn deilna og átaka.

Ríkisstjórn Íslands lætur sér vestrænar lýðræðishefðir í léttu rúmi liggja þegar kemur að málum sem hún er á móti. Ráðherrar hennar víla ekki fyrir sér að svíkja kosningaloforð og þegar þeir eru minntir á eigin orð kemur ekkert af viti á móti, engin rök, ekkert málefnalegt, engin samræða, heldur fullyrðingar um að þeir hafi lýðræðislegan rétt til að gera hvað sem þeim sýnist. Síðasta útspil ríkisstjórnarinnar endurspeglar gerræðislega stjórnarhætti. Það er á okkar ábyrgð, borgara þessa lands, að svara fullum hálsi og stöðva þessa þróun áður en hún leiðir okkur til stjórnarhátta sem engum hugnast, nema þeim sem sitja á valdastólum.

( pressan.is )

Svo hljóðar ályktun útifundar á Austurvelli þar sem 7.000 manns mættu og mótmæltu stjórnarháttum ríkisstjórnar auðmanna og pabbadrengja.

Árið 2009 var Sjálfstæðisflokknum varpað á dyr í stjórnarráðinu. 

Það eru efnislegar ástæður uppi í dag til að sá leikur endurtaki sig.

Ráðherrar tala með hroka til þjóðarinnar og telja sig ekki þurfa að fylgja leikreglum lýðræðis og nútíma stjórnarhátta.

Sannarlega á slík ríkisstjórn ekki að sitja og því er krafa útfundarins eðlileg og sanngjörn.

Með óbilgirni og frekju hefur ráðherrum tekist að virkja samstöðu og leyst úr læðingi mikil öfl.

Það er vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vesalings Samfylkingin.Það liggur við að hægt sé að vorkenna þessum vesalingum.Hún kemur kaghýdd til landsfundar eftir nokkra daga með formann sem stendur ekki undir neinu og gapir upp í loftið.Ónýtur.Meira að segja stefnulausir stjórnleysingjar, Piratsr standa honum framar.Sjaldan hefur nokkur flokkur verið kaghýddur jafnrækilega og Samfylkingin var hýdd af Gunnari Braga í ESB málinu.Og svo virðast þessir vesalingar ætla að halda áfram með Árna Pál ,þótt Össur Skarphéðinsson rassskelli hann líka.

Sigurgeir Jónsson, 15.3.2015 kl. 22:40

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og svo stillir þetta vinstra lið sér upp við hlið braskaranna,heildsalanna arðræningjanna og fulltrúa þeirra afla sem vilja óð fara með allan arð landsins úr landi.Aumingjagangur vinstra liðsins á sér lítil takmörk.Þeir sem stofnuðu og stjórnuðu Alþýðuflokknum gamla eru sjálfsagt búnir að fara marga hringi í gröfum sínum vegna verka arftakanna.

Sigurgeir Jónsson, 15.3.2015 kl. 22:45

3 identicon

Þú ættir að lesa aftur pistilinn þinn frá 11. mars.  

https://www.youtube.com/watch?v=PivWY9wn5ps

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband