Kjánarnir í Stjórnarráðinu.

2015 Gög og Gokke

 

 

 Það hefur verið fróðlegt að fylgast með þingmönnum og ráðherrum stjórnarflokkanna síðustu klukkustundir.

 Sendiboðinn úr Skagafirði sendur í aulaleiðangur með bréfkorn sem sumir stjórnarþingmenn halda fram að hafi ekki verið slit aðildarviðræðna.

Aðrir velunnarar stjórnarinnar eins og t.d. Davíð Oddsson gleðst í stríðsletri í Mogga.

Þingforseti sem hafði áunnið sér traust stjórnarandstöðunnar tapaði þvi fullkomlega á fundi um þessi mál. Neitaði þingmönnum um þingfund. Fordæmalaus lítilsvirðing.

En aularnir í þessu stóra máli eru verkstjórarnir.  Það er fátt sem þeim hefur ekki tekist að klúðra og nú búa þeir orðið við fullkomið vantraust þjóðarinnar.

Nú er ljóst að þeir hafa auk þess sett þingstörf upp í loft og jafnframt tekist að sameina stjórnarandstöðuna og þjóðina.

Það fer að vera erfitt fyrir þá félaga að sitja áfram, með alla þjóðina ofsareiða.

Virðingarleysi þeirra er svo ósvífið og fordæmalaust að reiðin gæti jafnvel skolað þeim úr ríkisstjórn þegar allt fer í bál og brand.

Það er hægt að ásaka þessa tvo fyrir flest annað en skynsemi.

Hún er engin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband