Framsóknarflokkurinn boðar mikla ríkisvæðingu.

Aðspurð hvort Vigdís vilji sjá snúið af þessari braut ohf-unar og þau gerð að hreinum og klárum ríkisfyrirtækjum aftur, segir hún að um það verði að taka pólitískar ákvarðanir. „Ég vil sjá það þannig. Þau opinberu fyrirtæki sem eru hluti af grunnrekstri landsins, samgöngumál, menntamál, nú póstþjónusta, RÚV... að það sé þá hreinlega hreinsað til á þann hátt að þetta séu ríkistofnanir sem lúta eftirliti ríkisins og þessu verð snúið til baka á þann hátt. Þannig að við höfum einhverja aðkomu að skoða í hvað skattfé ríkisins fer. En ekki eftirlitslaus.“

______________

Vigdís Hauksdóttir boðar stórkostlega ríkisvæðingu ohf félaga í eigu ríkisins.

Það væri pólitísk stefnubreyting.

Hún vill taka þessi fyrirtæki á fjárlög og láta þau hætta í samkeppni.

Það mundi kosta ríkissjóð mörg hundruð milljónir, ef til vill einn til tvo milljarða eða meira.

Þetta er mikil stefnubreyting og væntalega talar hún í umboði Framsóknarflokksins.

Kemur kannski ekki á óvart þar sem Framsóknarflokkurinn hefur þegar boðað þjóðinni að áburðarverksmiðja sé framtíðin.

En ef þetta er stefna ríkisstjórnarinnar er það boðskapur um að snúið skuli aftur til síðust aldar og klukkunni snúið aftur um 20 ár.

Það væri fróðlegt að heyra hvort þetta sé stefna ríkisstjórnarinnar að ríksvæða í drep, kemur svolítið á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut.

Það er kannski ráð á þessum tímapunkti að rifja upp að það voru einmitt Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddu ohf. væðinguna á síðustu öld.

Það þarf að upplýsast snarlega hvort Vigdís talar í umboði stjórnarflokkanna eða hvort þetta er bara svona venjubundið Vigdísarupphlaup.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það dynur nú á þjóðinni hvert framsóknarhneykslið á fætur öðru. Held að bensíntittsins frá Þjófakróki verði lengi minnst fyrir þann óleik, sem hann gerði alþyðu landsins í dag með því að loka dyrunum fyrir þeirri einu útleið, sem almenningur átti út úr fangelsinu Íslandi. Skömm hans mun uppi meðan Ísland byggist.

Móri (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband