Auðvitað var þetta kjaftasaga.

Ekki datt mér í hug eitt andartak að þetta væri ekki kjaftasaga eða flugufregn. Það sýnir kannski örvæntingu álverssinna að stökkva á slíkt sem lá í augum uppi. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hefðu tekið eftir því um leið að munstur aðfluttra hefið breyst stórlega. En svona er þetta, þegar menn tapa leita flestir hálmstráa.

Hvað varðar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og aðkomu þeirra að þessu máli. Mér finnst það til mikillar fyrirmyndar hvernig að þessu var staðið. Bæjarstjórinn hefur staðið sig gríðarlega vel og sérstaklega fannst mér skynsamleg afstaða hans að gefa ekki upp persónulega skoðun sína. Það þarf sterkan karakter að taka þá ákvörðun og gefur honum svigrúm til að lenda þessu máli farsællega. Eins og hann sagði, "ég er bæjarstjóri allra Hafnfirðinga" Það verður hans hlutverk að leiða þetta mál til lykta og verður hæfari til þess þegar bæjarstjórinn er ekki í öðru liðinu.

Andstæðingarnir hafa reynt að gera hann að minni manni fyrir þessa afstöðu en hver sem hugsar þetta rökrétt sjá skynsemina í því. Ég var reyndar ánægður með það hvernig menntamálaráðherrrann tæklaði málið í Silfrinu í gær, enda var samstaða í bæjarstjórn að gera þetta svona og þá er að hafa bein til að standa við það alla leið.  Kannski var þetta auðveldara af því engir Framsóknarmenn eru til í Firðinum og skoðun Jóns Framsóknarformanns því ekki til umræðu þar á bæ.

Ég var eiginlega hugsi þegar vonarpeningur VG í kjördæminu virtist ekki skilja eðli íbúalýðræðis. Hún virtist á því að stjórnmálamenn ættu að gefa upp afstöðu sína til að leiða lýðinn. Það er eimitt það sem skilur að skoðun Samfylkingarmanna og Vinstri grænna. Íbúalýðræði er að stjórnmálamenn hlusti að rödd fólksins en leiði ekki þá umræðu og stjórni því hver sú rödd er. VG er forsjárhyggjuflokkur og vill ráða því hvað fólki finnst. Það er sá grundavallarmunur sem er að koma í ljós og á eftir að verða enn skýrari þegar líður að kjördegi. VG sannleikurinn er sá rétti .. allt hitt er rangt.


mbl.is Engin óeðlileg fjölgun á kjörskrá í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 819119

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband