Er vandamálið verklaus ríkisstjórn ?

Fyrirhugaður flutningur höfuðstöðva plastframleiðslufyrirtækisins Promens til útlanda veldur Samtökum atvinnulífsins miklum áhyggjum. Fleiri stór fyrirtæki íhuga stöðu sína vegna gjaldeyrishaftanna.

_________________

Mörg rök hníga til þeirrar niðustöðu að verklítil og þröngsýn ríkisstjórn eigi sök á trúnaðarbresti í þjóðfélaginu og auk þess sem hægt og illa gengur að ljúka málum.

Það stefnir í fullkomið uppnám á vinnumarkaði í boði ríkisstjórnarinnar að sögn SA og ASÍ.

Sjaldgæft að þessi tvenn samtök eigi sér afgerandi samhljóm í afstöðu sinni til ríkisstjórnar og stjórnvalda.

Nú eru fyrirtækin byrjuð að flytja starfssemi sína úr landi.

Ástæðan, seinagangur við afnám gjaldeyrishafta.

Báðir leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa marglýst því yfir að þetta sé stutt í að þetta gerist, reyndar rétt handan hornsins.

Gallinn við það er að það eru að verða tvö ár síðan þeir byrjuðu að segja þetta og allir löngu hættir að taka mark á þeim.

Á meðan stækkar stóra vandamálið .. vandamálið með verklausa og stefnulausa ríkisstjórn.

Sennilega er ríkisstjórnin að verða að sérstöku vandamáli á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband