Gunnar Bragi er mikill sérfræðingur

„Ljóst er að vandalítið hefði verið fyrir Vegagerðina að „opna“ Laxárdalsheiði og þannig koma hundruðum manna til síns heima og spara þannig fólkinu kostnað og mikil óþægindi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Hann undrast viðbrögð Vegagerðarinnar við veðri sem gerði um síðustu helgi.

_____________

Gunnar Bragi Skagafjarðarjarl er mikill sérfræðingur.

Hann veit allt um ESB og telur sig rétt kjörinn til að ráða því fyrir land og þjóð hvað gerist í þeim málum. Enda mikill sérfræðingur í utanríkismálum og sérstaklega hvað Ísland bæri úr bítum í þeim viðræðum.

Það þarf ekki fleiri sérfræðinga í þau mál.

Nú hefur komið í ljós að Gunnar Bragi er mikill sérfræðingur í vegamálum.

Hann veit að það var ekkert mál fyrir Vegagerðina að opna hinar og þessar heiðar svo HANN kæmist heim á leið.

Algjör óþarfi að vera með sérfræðinga í samgöngumálum og veðri.

Gunnar Bragi veit þetta allt.

Hann veit það vafalaust líka að ríkisstjórnin hefur skorið niður fjármagn til Vegagerðarinnar það niður að starfssemi hennar er stórlega skert.

Hann er vafalaus líka sérfræðingur í fjármálum og veit að það er ekkert mál að reka svona stofnun þó engir séu aurarnir.

Gott að hafa svona sérfræðing í stjórnarráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband