Mesta klúður ríkisstjórnar í áratugi. Glatað traust.

Ríkisstjórnin hefur á sama tíma horfið alveg frá hefðbundnu þríhliða samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Samstarfið hefur verið við lýði undanfarna áratugi og lagði grunninn að þjóðarsáttinni á sínum tíma og þar hafa menn sammælst um ýmis almenn réttindi launafólks. Síðustu misseri hafa hins vegar einkennst af vaxandi átökum aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar.

( Samtök atvinnulífsins )

_______________________

Tilvitnun hér að ofan er af heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Þessi tilvitnun lýsir mjög merkilegri stöðu, SA hefur tapað allri tiltrú á ríkissstjórnina og kenna henni um væntanleg átök á vinnumarkaði með tilheyrandi tjóni.

Silfurskeiðungar í forustu ríkisstjórnarinnar hafa horfið frá allri samvinnu við vinnumarkaðinn og í hroka sínum halda þeir að þeir komist upp með það.

Samtök atvinnulífsins, sem fram að þessu hefur verið heldur höll undir hægri flokka, lýsa hreinu frati á þessa ríkisstjórn sem eru stórtíðindi.

Með því að hafna allri samvinnu við vinnumarkaðinn eru silfurskeiðungar að einangrast í sínum sjálfskipaða fílabeinsturni, úr öllum tengslum við mannlífið í landinu.

Einhvernvegin hefur maður þá trú að það sé að fjara undan þessari ríkisstjórn og hún verði kannski ekki eins langlíf og margir héldu í upphafi.

Meðan þeir keyra þá grýttu leið að halda að hægt sé að stjórna með tilskipunum úr stjórnarráðinu án tillits til fólksins í landinu, þá fjarar undan.

Taust á þeim er ekkert og annar stjórnarflokkurinn er að hverfa í skoðanakönnunum.

Einmitt þetta er ein af ástæðum þess.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband