Náttúrulöggur Sjálfstæðisflokksins um allar trissur.

Nátt­úrupass­inn er versta leiðin til að fjár­magna upp­bygg­ingu ferðamannastaða og ekk­ert í frum­varpi um hann kem­ur í veg fyr­ir að einkaaðilar rukki aðgangs­gjald að ferðamanna­stöðum í sinni eigu utan við pass­ann. Þetta var á meðal þeirr­ar gagn­rýni sem kom fram hjá þing­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar á frum­varp um nátt­úrupass­ann

_____________________

Náttúrulöggur Sjálfstæðisflokksins verða vafalaust á hverju strái.

Flottir í tauinu, með fálkann á gljáskyggnishúfunni.

Væntanlega með leyfi til valdbeitingar og leyfi til að krefja ferðamenn um skilríki á ferðamannastöðum.

Sennilega þurfa þeir að vera nokkur þúsund til að ná að dekka rukkunarhæf svæði. 

Gott framlag til atvinnulífsins, er það ekki ?

Þeir sem neita að gefa upp nafn og númer og hafa engan passa eiga ekki á góðu von, væntalega snúnir niður, og færðir í járnum í Valhöll og rukkaðir um 15 þúsund kall.

Góðir dagar framundan fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda.

En í fúlustu alvöru, þetta er sennilega eitt það vitlausasta sem ég hef nokkru sinni séð á Alþingi, það er með ólíkindum að ráðherrann átti sig ekki á fáránleikanum.

Ég trúi því ekki að frumvarp í þessum dúr verði nokkru sinni samþykkt á Alþingi.


mbl.is Ráðherra valdi verstu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála, eitt alvitlausasta sem maður hefur séð á Alþingi og kallar maður þó ekki allt ömmu sína hvað það varðar.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818108

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband