Blásið til átaka á vinnumarkaði.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja að eng­inn grund­völl­ur sé til viðræðna við Starfs­greina­sam­bandið um end­ur­nýj­un kjara­samn­inga á grund­velli þeirr­ar kröfu­gerðar sem SGS af­henti SA í dag

_______________________

Enginn grundvöllur til viðræðna segir SA.

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins tekur mið af launahækkunum ákveðinna stétta sem samið hafa að undanförnu.

Þetta ástand minnir mann á stöðuna eins og hún var fyrir margt löngu.

Ef enginn grundvöllur er til viðræðna fara mál strax í hnút, verkalýðshreyfingin mun væntalega boða til verkfalla innan skamms.

Satt að segja er staða mála verulegt áhyggjuefni og ekki er það veganesti sem stjórnvöld hafa lagt inn í þessa atburðarás gæfulegt.

Verkalýðshreyfingin fullyrðir að stjórnvöld hafi ekki staðið við gerða samninga sem áttu að fleyta atvinnulífinu inn á ástand þar sem hægt væri að gera langtímasamninga.

Ég man nokkuð lagt aftur og sennilega þarf að leita nokkra áratugi aftur í tímann til að sjá jafn mikið áhugaleysi hjá stjórnvöldum að standa að baki kjarasamingagerð með aðkomu ríkisins að þeim málum sem að þeim snúa.

Þá má nefna persónuafslátt, húsnæðismál, félagssmál ýmiskonar og ekki síst skattamál almennings.

En þessi ríkisstjórn skilar auðu og SA segist ekki eiga fyrir kröfunum.

Það er því framundan hamfaravetur og vor á vinnumarkaði.

Ábyrgð stjórnvalda er mikil og ráðamenn SA hafa ekki hjálpað til með að tryggja sjálfum sér og vinum sínum ofurlaun, sem hafa samkvæmt þeirra skilningi engin áhrif á verðbólgu og verðlag. Það hleypir illu blóði í launamenn að horfa upp á slíkt ráðslag.

Það eru bara laun láglaunafólks sem skipta þar máli, samkvæmt þeirra málflutningi.

 


mbl.is Enginn grundvöllur til samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkennileg afstaða samtaka atvinnulífsins til kröfu um hærri laun  ?  Auðvitað segja þeir enga peninga til hækkun laun til þessa fólks.  Búið að hækka launin hjá stjórnendum um 300.000 kr.  Það sem beðið er um sem læstu laun.  Komið þið með útreikninga um hvað þetta þýðir, segir framkvæmdastjóri SA.  Útreikningarnir gætu sagt okkur hvers vegna það er hægt að borga þessi 300.000 kr. í annan vasa en ekki hinn ?  Það er hægt að borga sumum hundruð þúsundir en ekki öðrum, en hvers vegna ?  Samtök atvinnulífsins gætu sýnt okkur útreikninga um það ?

JR (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 21:42

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef krafa starfsgreinasambandsins er um sömu prósentuhækkun og læknar sömdu um er afstaða samtaka atvinnulífsins skiljanleg. Enda myndi slík hækkun koma í bakið á öllum. En mér finnst að þjóðarsátt ætti að vera um að hækka lægstu launin og jafnframt öryrkja og aldraða um svipaða prósentuhækkun og læknarnir fengju. Einfaldast væri hreinlega að hækka lágmarkslaun upp í 300- 330000. Það virðast bæði atvinnurekendur og forustumenn launþega vera á móti þessum hugmyndum. En hvað vill allur almenningur? Finnst honum í lagi að þessi hópur þurfi að leita til okurlána til að ná endum saman eða hjálparstofnana til að eiga fyrir mat?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.1.2015 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 818110

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband