Púðurtunna ?

Samn­inga­nefnd­ir skurðlækna og rík­is­ins hafa kom­ist að sam­komu­lagi um nýj­an kjara­samn­ing.

_________________

Flestir fagna því að samningar hafa náðst við lækna.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um efnisatriði og prósentuhækkanir nema að litlu leiti.

Þó hafa heyrst tölur um og yfir 10% hækkun í upphafi auk eingreiðslna og fleira.  Það mun væntalega upplýsast fljótlega.

En verða þessir samingar púðurtunna inn í kjarasamninga á almennum markaði ?

Það er hætt við að almenn verkalýðsfélög og önnur félög opinberra starfsmanna muni horfa til þessara samninga þrátt fyrir að þeir séu sérstakir.

Þrátt fyrir að flesir fagni með læknum munu þessir samningar flækja komandi karaviðræður annarra hópa á árinu sérstaklega af því stjórnvöld stóðu ekki við gefin fyrirheit í skammtímasamningum í fyrra.

Hætt við að þetta sé púðurtunna sem flækir málin verulega.


mbl.is Skurðlæknar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Púðurtunna sem flækir málin. Þetta köllum við bókmenntakverúlantarnir blandaða myndlíkingu :)

Wilhelm Emilsson, 8.1.2015 kl. 07:50

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hér ert þú fastur í viðjum hugans svo notaður sé gamall frasi. Ástæðan fyrir láglaunastefnunni á Íslandi felst fyrst og fremst í allt of mörgum opinberum starfsmönnum. Með því að ganga í niðurskurð á þessu ofvaxna apparati má ná fram umtalsverðum kjarabótum fyrir alla. Það þarf ekki annað en skoða hagnað fyrirtækja til að sjá að svigrúmið er umtalsvert. 

Stærsta vandamál sem ríkið stendur frammi fyrir eru lífeyrisskuldbindingar. Það mál þarf að leysa með því að skerða lífeyriskjör opinberra starfsmanna og búa til einn lífeyrissjóð fyrir alla. Þar sem réttindin fara alfarið eftir upphæðinni sem menn safna. Um þetta er ekki hægt að semja þetta verður að gera með lögum. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki gert er kjarkleysi og hagsmunavarsla þingmanna. Lausnin felst í stofnun regnhlífasamtaka sem stofna þarf um mjög fá en brýn málefni sem þarf að leysa í íslenzku samfélagi til að koma á friði og jöfnuði svo allir hafi það gott en ekki bara þröngur hópur forréttindafólks og svindlara

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.1.2015 kl. 14:13

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hverjir eru opinberir starfsmenn og hvar viltu fækka Jóhannes...skýr svör takk

Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2015 kl. 22:21

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fjölmennustu stéttir opinberra starfsmanna eru þeir sem vinna í heilbrigðiskerfinu og kennarar, allt frá grunnskólum upp í háskóla. Ég geri ráð fyrir að þar viljir þú skera niður...og þá væri gott að vita hvar þú vilt byrja og skera hversu marga ?

Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2015 kl. 22:23

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og svo ert þú greinilega einn að þeim sem ert svo illa upplýstur um lífeyriskjör opinberra starfsmanna að það er nánast pínlegt.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2015 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband