Lausatök og vesaldómur stjórnarflokkanna.

Helgi seg­ir ljóst að all­ir deiluaðilar geri sér grein fyr­ir ástandi heil­brigðis­kerf­is­ins en að skurðlækn­um þykji yf­ir­völd skorta vilj­ann til að leysa deil­una. Hann seg­ir vissu­lega ein­hverj­ar lík­ur á því að deil­an leys­ist áður en komi til verk­falls á ný en að hann sé ekki bjart­sýnn.

_______________

Læknadeilan er í hnút.

Stjórnarflokkarnir hafa enga getu eða vilja til að leysa úr þeim málum.

Ljóst er að trúnaðarbrestur er milli launamanna á Íslandi og ríkisstjórnarinnar.

Launamannahreyfingar gagnrýna getuleysi stjórnarflokkanna og ljóst er að samvinna og samráð þeirra er ekkert við fólkið í landinu.

Læknadeilan er aðeins angi af því sem koma skal þegar skammtímasamningar á vinnumarkaði renna út.

Þeir voru gerðir til að byggja upp traust og möguleika á langtímasamingum.

Öllum er ljóst að ríkisstjórnin hefur ekkert unnið í þeim málum og stefnir því í fullkomið uppnám á vinnumarkaði.

Ríkisstjórn sem opinberar jafn augljóst getuleysi sitt til að stjórna og byggja upp traust á að fara frá.

Þegar hefur orðið gríðarlegt tap á þessu getuleysi og því verður ríkisstjórnin að fara frá og mynda nýja sem ræður við að stjórna landinu.

Það er augljóst að sú sem nú situr hefur glatað öllu trausti og mun því ekki hafa nokkurn möguleika á að lenda málum farsællega.

Það á að boða til kosninga og láta þjóðinni eftir að velja sér stjórnmálamenn sem þeir treysta til að stjórna landinu.

Svona getur þetta ekki gengið lengur.


mbl.is Pattstaða vegna viljaleysis ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki rétt að hringja í fyrrverandi forstjóra Landsspítalans, og spyrja hann út í Svíþjóðarflutninga-hótanirnar hans? Og láta hann útskýra fyrir okkur almenningi, fyrir hvað hann er í dag að fá borgaðar: tvær miljónir og fjögurhundruð og tólf krónur, í hverjum mánuði?

Þessi fyrrverandi forstjóri heitir Björn Zoega, og enginn veit fyrir hvað hann fær þessar miljónir í laun, í hverjum mánuði ársins?

Fjölmiðlum er bara alveg sama um þetta bruðl á ríkisskattpeningum almenningsins þrælandi? Eða hvað?

Hvaðan fá fjölmiðlar (t.d.ofurlaunaður 365-RÚV-ruglarinn samspillandi), sínar framfærslutekjur og upplýsingafrelsi, og fyrir hvað? Kannski eru þeir fjölmiðlamenn/konur ofurlaunaðir starfsmenn, fyrir þöggun á sannleikanum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband