Bjánalegar reglur - tímaskekkja sem þarf að lagfæra.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu minn­ir á að regl­ur um skemmt­ana­hald séu í fullu gildi yfir jóla­hátíða. Allt skemmt­ana­hald er bannað frá kl. 18. á aðfanga­degi jóla. Á jóla­dag er allt skemmt­ana­hald bannað til kl. 06:00 að morgni 26. des­em­ber.

______________

Hér eru reglur sem eru úr öllu samhengi við veruleikann.

Meðan skólum er bannað að halda trúarbrögðum að börnum og þeim bannað að fara með börn í kirkju eða iðka nokkuð það í skólanum sem snýr að trúarbrögðum eru þessar bjánalegu reglur enn í gildi.

Er það ekki tvískinnungur að banna slíkt og ætla svo að banna fólki að stunda skemmtanir, sama hvaða trúarbrögð þeir játa eða eru trúlausir.

Af hverju eiga reglur sem þessar að gilda í fjölmenningarsamfélagi ?

Reglur sem byggja á hátíðahaldi einnar afmarkaðar trúar gætu þess vegna verið brot á stjórnarskrá þar sem trúfrelsi er ein af meginstoðum.

Sannarlega kominn tími til að þessu verði breytt.


mbl.is Lögreglan minnir á reglur um skemmtanahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón er nú ekki pólitíski rétttrúnaðurinn eitthvað að þvælast fyrir þér að leggja þetta tvennt að jöfnu. Hvað er að því að vernda fjölskyldur fyrir óþarfa helgarfylleríi einu sinni á ári? Ég held ekki að þetta sé kristin tilmæli. Þetta er bara ákvæði í lögreglusamþykkt til að vernda íbúana.  Ætti í raun að taka upp fyrri skikk og láta staði loka kl 2 en ekki 6

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.12.2014 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband