21.11.2014 | 16:14
Grátbroslegur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Innanríkisráðherra hættur.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins rétt búinn að lýsa yfir miklu trausti á ráðherrann.
Svolítið kátbrosleg staða fyrir þingflokkinn, reyndar virðist hafa komið af fjöllum í dag samkvæmt fjölmiðlum.
Getuleysi þessa þingflokks til að taka á þessu máli er algjört.
Sýnir í reynd hvað formaður flokksins er veikur og tvístígandi.
Hanna Birna hefði betur tekið góðum ráðum fyrr.
Auðvitað var aldrei í stöðunni að hún mundi nokkru sinni njóta trausts sem ráðherra í ljósi lekasögunnar.
En tjónið er meira en hefði þurft að vera.
Innanríkisráðherra hefur þegar skaðað ímynd stjórnsýslunnar mikið, eitthvað sem hefði ekki þurft að gerast hefði ráðherrann áttað sig á sínum vitjunartíma.
Hanna Birna: Nú er mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu Jón, og það þýðir ekkert að staldra hér við heldur halda áfram að hreinsa út spillta embættismenn íhaldsins.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 16:32
Fyrirgefðu Jón Ingi en hvað getur þingflokkurinn annað gert en að lýsa yfir trausti á Hönnu Birnu þar sem ekkert borðfast hefur komið fram að hún hafi tekið þátt í þessu stórfurðulega máli. Jú umboðsmaður Alþingis er að skoða hennar mál og samskipti og hefur fundið margt óeðlilegt í hennar framferði og óskað eftir skýringum. Fáum væntanlega aldrei að vita hvort skoðun þingflokksins hefði breyst þegar hann birtir sínar lokaniðurstöður.
Ég get þó verið sammála þér með að hún hefði átt að stíga til hliðar úr ráðherrastóli mun fyrr þar sem traust almennings til ráðuneytis hennar var ekkert á þeim tímapunkti.
En skoðum nú söguna. Hversu oft í sjórnmálasögu Íslands hefur ráðherra gert mistök í starfi? Var það ekki síðast Jóhanna Sigurðardóttir og Svandís Svavarsdóttir sem voru dæmd af dómstóli fyrir brot á lögum? Hvar var vantraust þingflokkana þá og afhverju sögðu þau ekki af sér? Jú ... þingflokkarnir hafa ekki ástæðu til að lýsa vantrausti þar sem traustið er enn til staðar til að gegna embættinu þó svo að þau geta verið ósammála því hvernig ráðherran heldur á málinu eða hagar sér í eftirmálum þess.
Ímynd stjórnsýslunar er ekki í molum vegna hennar. Hún er í molum því að embættismenn og ráðherrar síðustu sex ára hafa hagað sér eins og kóngar í ríki sínu og kerfislega náð að eyðileggja þessa ímynd á eigin dáðum og gerðum. Hrunið vissulega hafði sitt að segja en það sem eftir kom hefur svo sannarlega ekki hjálpað til. Þar sem við erum stödd í dag er afleiðing af þeirri atburðarás sem fór af stað árið 2009 þegar raunverulega var hægt og átti að fara í hagræðingu og minkun á ríkisumsvifum.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 21.11.2014 kl. 17:10
Þetta eru miklir fjallagarpar, sem koma svona oft af fjöllum.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2014 kl. 17:31
Tjón? Þetta mál er ein langdregin auglýsing fyrir ágæti sjálfstæðismanna umfram aðra.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2014 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.