Stöðunuð þjóð í vanda ?

Íslend­ing­ar hafa dreg­ist aft­ur úr ná­grannaþjóðunum í út­flutn­ingi í sjáv­ar­út­vegi á síðustu árum. Á sama tíma og út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða Fær­ey­inga hef­ur tvö­fald­ast og Norðmanna þre­fald­ast hef­ur verðmæti út­fluttr­ar sjáv­ar­vöru frá Íslandi nán­ast staðið í stað.

Samkvæmt þessari frétt hafa Færeyingar tvöfaldað verðmæti sjávarafla og Noregur þrefaldað sitt verðmæti.

Íslendingar hafa ekki aukið verðmæti neitt.

Hvað þýðir þetta ? Þetta er sláandi munur.

Íslenskur sjávarútvegur virðist ekki vera að þróast neitt.

Ef þetta er rétt þá verður að leita að svara, munurinn er slíkur og bendir til að þróun í sjávarútvegi á Íslandi sé engin.

Þetta eru einnig áhugaverðar upplýsingar í framhaldi af ræðu sjávarútvegsráðherra í gær útgerðamenn og útgerðir eigi að sitja fyrir þegar verðmætum fyrir veiddum afla er skipt.

Í öðru sæti er svo þjóðin enda má sjá þess glögg merki að þetta sé stefnan, veiðgjöld eru lækkuð og þar með tekur ríkissjóðs.

Það er stórkostlegt áhyggjuefni ef Ísland er að dragast aftur úr nágrannaþjóðum í fiskveiðum og þróun í þeirri grein.

Nágrannaþjóðirnar eru að stinga okkur af og við erum þar með að tapa forustuhlutverki okkar þarna eins og allt of víða í öðrum greinum.

Erum við stöðnuð þjóð í vanda ?

Stefnuleysi stjórnvalda er allavega sláaandi og fer ekki fram hjá neinum.

 


mbl.is Erum að dragast aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón hugsa áður en þú skrifar. Verðmætið hefur ekki aukist af því aflinn hefur ekki aukist! Það sem við þurfum að gera er að auka veiðiheimildir um helming í það minnsta. Sérstaklega í botnlægum tegundum. Það sem Norðmenn og Færeyingar hafa verið að gera er að stórauka fiskeldi.  Það skýrir að mestu aukin verðmæti hjá þeim.

Ég held að við þurfum að huga að fleiru heldur en hag útgerðanna. Hagur þjóðfélagsins er að gjörbreyta um stefnu í fiskveiðistjórnun. Eða ætla menn að bíða með að nytja fiskstofna þangað til hafið verður svo súrt að engin nýliðun verður hér að ráði hjá helztu nytjastofnum.?  Ég bendi bara á að fiskbeit er ekkert frábrugðin hafbeit og nú eru bændur uggandi yfir áhrifum eldgossins á afréttarbeit. Skiptir engu hvað þeir eru búnir að kaupa mikinn kvóta. Ef búfé hefur ekkert að éta verður að skera niður.  Það er augljóst. En stofnfiskifræðingar á Hafró hunza þessa staðreynd og láta eins og þeir geti aukið stærð fiskstofna með því að minnka veiðar.  Þetta er yfirgengilega vitlaus kenning og hefur kostað þjóðfélagið þúsundir milljarða, búseturöskun og hnignun innviða samfélagsins vegna minnkandi þjóðartekna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.11.2014 kl. 13:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á náttúrulega að vera landbeit en ekki fiskbeit embarassed  Og svo má minna á að á bakvið fiskveiðistefnu Hafró með sínar ecel formúlur og aflareglur liggja engar vísindalegar kannanir. Enda hefur stofnunin ekki sinnt hafrannsóknum né vistrannsóknum sem neinu nemur. Nýja 2 milljarða skipið með allri aðstöðunni liggur bundið við bryggju meðan 40 ára gamlir skuttogarar eru látnir telja kíló í holi áq bleiðum þar sem enginn fiskur er. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.11.2014 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband