Lekamálið tekur á sig nýja mynd.

Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, töluðu þrívegis saman í síma daginn sem Gísli lak

Enn fjölgar persónum og leikendum í lekamálinu mikla.

Samkvæmt DV á fyrrum lögreglustjóri á Suðurnesjum, núverandi lögreglustjóri í Reykjavík hlut í umræddu lekamáli.

Nýdæmdur lykilmaður í lekamálinu virðist hafa sótt upplýsingar til góðvinar Hönnu Birnu, fyrrum Suðurnesjastjóra.

Þeirrar sömu er skipuð var án auglýsingar í starf Stefáns Eiríkssonar, þess er forðaði sér úr embætti eftir afskipti dómsmálaráðherra að rannsókn lekamálsins.

Sérkennilegt að sjá að pólitískt skipaður aðstoðarmaður hefur getað hringt opinberan starfsmann, lögreglustjóra, og fengið þaðan upplýsingar að vild.

Einhvernvegin hljómar þetta afar illa og sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn eru að skipta sér af lögreglunni og fá þaðan upplýsingar að vild.

Þannig lítur þetta út í augum leikmanns, hvað sem þarna annars hefur átt sér stað.

Fyrstu viðbrögð meints geranda, núverandi lögreglustjóra í Reykjavík er að afgreiða málið með þögninni.

Það reyndi forstjóri Landhelgisgæslunnar með slökum árangri fyrir nokkru.

Samfélagið líður embættismönnum það lengur að þegja mál í hel.

Það er ljóst að einhverjir skulda skýringar á þessum viðbótarupplýsingum og sannarlega lítur þetta alls ekki vel út eins og það birtist þjóðinni á fyrstu stigum.

Hvar var þáttur lögreglustjórans á Suðurnesjum í hinu alræmda lekamáli ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

M.ö.o. ef þetta er rétt hjá DV þá hefur Hanna Birna skipað lögreglustjórann, sem lak upplýsingunum, yfirmann þess lögregluembættis sem var að rannsaka málið.

Ja hérna, segi ég nú bara.

Benedikt Helgason, 18.11.2014 kl. 08:50

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sjaldan eða aldrei þessu vant verð ég að taka undir ágizkanir þínar hér, Jón Ingi !

Jón Valur Jensson, 18.11.2014 kl. 08:56

3 identicon

Frekja og yfirgangur Íhaldsins er fyrir neðan allt velsæmi. Ef þessi spilling og óheiðarleiki samræmist lögum og reglum landsins er eitthvað mikið að. Hvað hefur hjörð lögfræðinga verið að bauka öll árin frá stofnun lýðveldis?

Illugi Jökulsson vekur athygli á Staksteinum dagsins, þar sem ritstjóri Moggans minnir fólk á að það gæti misst vinnuna, ef það væri eitthvað að rífa kjaft. Kemur ekki á óvart, en samt óhuggulegt í okkar litla samfélagi. 

En hvað þarf enn að gerast svo fólk fari að átta sig á þeirri rotnun sem er í gangi í pólitísku kerfi landsins? Er ekki nóg komið, er mælirinn ekki fullur? Einkavinavæðingin, Davíðshrunið, njósnir Stasi-Styrmis, pólitískur Hæstiréttur, paþológískur óheiðarleiki Hönnu Birnu og trúmannsins Gísla Freys?

Embættisveitingar, t.d. Jónas F. Jónsson, einn mesti afglapi Hrunsins, en víst sætur sjalladúddi, sjalladúddason.

Fara menn ekki að rumska fyrr en allar auðlindir hafa verið einkavæddar, einnig heilbrigðiskerfið sem og menntastofnanir í stíl við Hálfvita-Hraðbraut Óla Johnsonar?

"Wake up folks, the game is rigged."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2014 kl. 11:20

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jón Ingi, þú virðist gera sömu mistök og Egill Helgason. 

Gísli lak skjalinu 19. nóvember. Símtölin eru 20. nóvember. Fyrsta símtalið er frá Sigríði eftir að Fréttablaðið kemur út, en áður en frétt birtist á mbl.is

Gísli lak skjalinu til beggja fjölmiðla, en það er munur á því sem birtist. Fréttablaðið birti skjalið ásamt þeirri setningu sem Gísli bætti við í lokin. Sú setning virðist byggð á heimildum frá lögreglunni á Suðurnesjum, enda segir það beinlínis í frétt Fréttablaðsins að svo sé.

Sigríður hringir í Gísla eftir að Fréttablaðið kemur út. Tilefnið hefur hugsanlega verið að hún var ósátt við að sjá "slúður" frá lögreglunni á Suðurnesjum komið í fréttir. 

Síðari fréttin birtist svo á mbl.is, eftir símtalið. Þar vantar lokasetninguna sem Gísli bætti við, og ekkert er minnst á hugsanlegar heimildir frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Sé það rétt að Sigríður hafi hringt í Gísla til að skammast yfir lekanum (alla vega þeim hluta sem sneri að lögreglunni á Suðurnesjum) þarf það ekki að þýða að hún hafi vitað að það var Gísli sem lak. En eftir að seinni fréttin birtist í mbl.is mátti henni vera ljóst að Gísli, eða einhver nátengdur, hefði líklegast lekið, enda búið að "leiðrétta" lekann. Allt að því gefnu að fyrsta símtalið hafi snúist um fyrri lekann.

Tölvupósturinn um Tony Omos (sem DV nefnir) virðist nefnilega líka hafa borist 20. nóvember, eftir að lekinn átti sér stað.

Engu að síður er það réttmæt spurning hvaðan Gísli hafi fengið upplýsingar um lögreglurannsókn á Suðurnesjum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.11.2014 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband