Akureyri fyrir áttatíu árum.

 

1934 Alþýðumaðurinn

 

 

 

 

 

 

Það er skemmtilegt og fróðlegt að sökkva sér ofan í gömul blöð og tímarit.

Það veitir innsýn í tíðarandan í bænum að kíkja í bæjarblöðin en á þessum tíma var fjörug útgáfa vikublaða sem í reynd voru flokksblöð.

Alþýðumaðurinn var blað krata, Íslendingur var íhaldblaðið, Dagur var Framsóknarblað og Verkamaðurinn tilheyrði kommunistum eða sósialistum hvernig sem á það var litið.

Oft voru fjörug átök milli ritstjóra þessara blaða og margar pillur og fjörugar greinar gengu á milli. Stundum voru þetta samhangandi ritdeilur um ýmis mál.

Til gamans kíkti ég á Alþýðumanninn, blað kratanna sem Erlingur Friðjónsson ritstýrði og skrifaði.

Fyrir nákvæmlega 80 árum var þetta efst á baugi.

Útvegsmál bæjarins.

Á þessum tíma er verið að ræða að kaupa línuveiðara, einn eða fleiri en Alþýðumaðurinn telur engan áhuga vera hjá bæjarstjórninni að gera nokkuð sem gagnast gæti verkalýðnum. Alþýðumaðurinn er ekki ánægður með þá niðurstöðu íhaldsins að línuveiðari sé hagkvæmari kostur en togari. Blað íhaldsins, Íslendingur, var lukkulegur með þá niðurstöðu.

Áfengismálin.

Guðmundur Hannesson og Ragnar Kvaran helstu stuðningsmenn þess að leyfa áfengi vildu að leyft væri að brugga á hverju heimili. Þingmenn kallaði Guðmundur druslur og aumingja og bindindismenn vitleysinga og manndrápara. Bannmenn töldu alfarsælast að koma Guðmundi Hannessyni fyrir á Kleppi.

Fjör í áfengisumræðunni á þessum árum.

Í Nýja bíó var verið að sýna " Arabarnir koma" þar sem miðarnir voru á niðursettu verði og daginn eftir átti að sýna " Morgunáhlaupið " sem fjallaði m.a. um morðið í Sarajevó 1914. Bönnuð börnum.

Blaðsíða 2

Næsta blaðsíða er helguð umfjöllun um Einar Olgeirsson og glöggt má sjá að ekkert sérlega kært hefur verið með leiðtoga krata og komma.

Jafnaðarmannafélagið Akur kaus Karl Ísfeld Níelsson á þing Alþýðusambandins. Enn voru beinar tengingar stjórnmálahreyfinga og ASÍ.

Guðbrandur Guðmundsson verkamaður andaðist á heimili sínu eftir slag og læknar á Akureyri stofnuðu félag til að annast næturvaktir.

Einkavæðingin var hafin í læknaþjónstu á Akureyri.

Braunsverslun var að selja bollapör á kostakjörum 30 aura parið en aðeins 400 stykki í boði.

Útvarpsdagskráin auglýst skilmerkilega fáeinar klukkustundir að kvöldi. Á dagskrá m.a. Alþingi, tónleikar, erindi Búnaðarfélagins,leikþáttur.

Vafalaust hafa bæjarbúar hópast að útvarpstækjum á kvöldin.

Stúkufundir eru reglulega og sagt frá því að dómar séu fallnir í 7 af 10 bruggmálum í bænum.

Hinir seku dæmdir í sektir, 500 - 1500 krónur, og allt að 30 daga fangelsi.

Blái borðinn er bragðbestur og bæjarstjórnin auglýsir atvinnuleysisskráningu í bæjarstjórnarsalnum.

Það er gaman að kíkja inn í bæjarlífið á Akureyri með þessum hætti, það stendur einhvernvegin ljóslifandi fyrir sjónum manns þegar maður gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818183

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband