15.3.2007 | 19:19
Árinni kennir illur ræðari.
Athyglisvert að heyra Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins kenna stjórnarandstöðunni um niðurstöðu í stjórnarskrárfrumvarpi þeirra félaga. Tugir sérfræðinga voru búnir að lýsa efasemdum og töldu frumvarpið skapa réttaróvissu og sumir töldu það markleysu. Nú er málið úr sögunni og Framsóknarflokkurinn stendur líklega við stóru orðin að slíta stjórnarsamstarfinu.
Að vísu heyri ég að formaður Framsóknarflokksins er að leita sökudólgs utan stjórnarflokkanna. Hann kennir stjórnarandstöðunni um málalok. Ég hélt satt að segja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu meirihluta á Alþingi eða er það misminni hjá mér ?
Auðvitað er allt þetta mál hriklegt klúður og sérstaklega hjá Framsóknarflokknum. Það bar vott um afar lítla stjórnkænsku frá upphafi til enda. Strax og málið komst í hámæli heyrist á ýmsum Sjálfstæðisþingmönnum að þeir höfðu efasemdir. Sumir meira að segja lýstu því yfir að þeir gætu ekki stutt það. Þetta mál er á ábyrgð stjórnarflokkanna, illa unnið og vanhugsað. Jón Sigurðsson getur engum kennt um nema sjálfum sér og Geir Haarde þetta klúður. Formenn stjórnarflokkanna hafa gert sig seka um fáheyrðan aulaskap í þessu máli öllu.
Umfjöllun um stjórnarskrárfrumvarp hætt í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því hefði verið betur farið ef stjórnarandstaðan á Alþingi fengi að ráða. Ég segi eins og unglingarnir ,,Nú sökka þeir feitt".
Páll Jóhannesson, 15.3.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.