Fjármálaráðherra og Framsókn.

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að bíða og sjá hver heildaráhrif frumvarps fjármálaráðherra um hækkun matarskatts verða á heimilin áður en það verður samþykkt. Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að Framsóknarflokkurinn samþykki frumvarpið.

 http://ruv.is/frett/afstada-framsoknarmanna-alveg-skyr

( ruv.is )

Framsókn vill bíða og sjá til.

Fjármálaráðherra segir ekki koma til greina að draga til baka hækkun á matarskatti.

Hvað gerist er Framsókn kemst að því að hækkun á matarskatti leiði til aukins kostnaðar fyrir heimilin ?

Samkvæmt öllu er þá ekki þingmeirihluti fyrir fjárlagafrumvarpi eins og það er nú og ríkisstjórnin fallin.

En líklegasta niðurstaða að Framsókn finni sér flöt á að sjá frumvarpið með augum Bjarna fjármálaráðherra.

Framsóknarflokkurinn mun aldrei láta brjóta á þessu máli, því þá er úti með völd þeirra og eins og staðan er í dag þolir Framsókn alls ekki kosningar.

Ég held að þessi uppákoma Framsóknar sé sýndarmennska, fyrst og fremst fyrir PR-ið. 

Auðvitað samþykkja þeir upplegg fjármálaráðherra, dettur einhverjum annað í hug. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband