13.10.2014 | 11:06
Hvað með Ísland framtíðarinnar ?
Oft fær ég nettar áhyggjur við að fylgjast með orðræðunni á Íslandi. Mér finnst oftast að það sé ekki verið að tala inn í framtíðina, um hvað það er sem börnin okkar, barnabörnin og börnin þeirra geta átt von á næstu árin og áratugina.
Umræðan snýst ekkert um framtíðina heldur skyndilausnir á vandamálum augnabliksins. Það er algjör skortur á umræðu til lengri framtíðar.
Einn flokkur talar um breytingar á gjaldmiðli og inngöngu í ESB, aðrir flokkar eru á móti því án þess að bjóða upp á nokkrar lausnir eða stefnumörkun.
Það er hjakkað í sama farinu.
Það virðist svo sem tímar umburðarlyndis séu að baki og Ísland sé að ganga inn í þá ömulegu umræðu að allt íslenskt sé best, trúarbrögð okkar þau einu réttu og Ísland verði að forðast sem mest samskipti við þessa óæskilegu úrlendu strauma sem eru bæði óhollir og hættulegir.
Þessi umræða kristallast í orðræðu um mosku eða ekki mosku, hvað sum trúarbrögð séu óþolandi og fólk sem ekki trúir því sem viðkomandi hugnast ekki eigi bara að halda sig heima hjá sér hvað sem það nú þýðir.
Víða hafa orðið til stjórnmálaflokkar sem gera út á þjóðernishyggju og ala á tortryggni gagnvart öðrum trúarbrögðum og samfélagshópum.
Frakkland, Svíþjóð, Finnland og fleiri lönd hafa nú þurft að horfast í augu við að slíkir flokkar geti auðveldlega fengið 15 20% fylgi. Það leiðir aftur til vandræða við stjórnarmyndanir því fæstir ef þá nokkur hinna flokkanna vilja hafa þessa flokka með í meirihlutamyndunum.
Á Íslandi hefur ekki orðið til svona flokkur enn sem komið er. Þó hafa ákveðnir flokkar sýnt okkur að þeir eru tilbúnir að róa á þessi vafasömu mið þjóðernishyggju og rasima. Einn flokkur mátaði þetta í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og náði árangri. Það er því allt eins líklegt að sami flokkur eða nýjir flokkar, reyni það sama í næstu alþingiskosningum. Flokkur sem undir högg að sækja grípur oft til örþrifaráða. Það er nákvæmlega þetta sem átt er við þegar talað er um að tímar umburðarlyndis séu að baki og við gætum fengið yfir okkur svipað ástand og varð í lok kreppunnar miklu eftir 1930. Þá óð þjóðernihyggja uppi með skeflilegum afleiðingum.
Þegar stjórnmál ganga út á að leita ekki lausna og að stunda hræðsluárróður gegn völdum samfélagshópum og trúarbrögðum ættu viðvörunarbjöllur að hringja. Er það sú framtíð sem við viljum að afkomendur okkar þurfi að búa við næstu áratugi ?
Bíður okkar ástand eins og setti svip á Evrópu á fyrri hluta 20. aldar ? Það er ömurleg tilhugsun en fullkomlega raunhæf.
Merkin eru ótvíræð.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira bullið í þér, Jón. Það er ólýðræðisflokkurinn Samfylkingin sem hjakkar í sama farinu. Aukið fylgi þeirra flokka sem sumir kalla öfgaflokka í Evrópu er afleiðing rangrar stefnu stóru flokkanna í þessum löndum. Aukið fylgi t.d. UKIP stafar af ógeðfelldri yfirráðasýki ESB, sem Þjóðverjar stjórna. Ef ég mætti kjósa í Bretlandi, þá myndi ég tvímælalaust greiða flokknum mitt atkvæði.
Þessir "öfga"flokkar innan Evrópu eru að bregðast við því, að stóru flokkarnir loka sífellt augunum við alvarlegum vandamálum og rangri forgangsröðun. Þessi vandamál hafa sem betur fer ekki komið til Íslands ennþá, en munu hlaðast upp hér með íslenzkri aðild að ESB, sem verður vonandi aldrei.
Fulltrúi Framsóknarflokksins var einungis að kalla eftir íbúakosningu um moskubygginguna á verðmætri gjafalóð, ekkert annað, enda væri það sjálfsagt. Sjálfur er ég á móti því að nokkur trúfélög fái framvegis ókeypis lóðir af sveitarfélögum. Andúð Íslendinga á islam og moskum er ekki sama og andúð á múslímum, sem geta aðlagað sig upp að vissu marki að þjóðfélaginu, en viðbrögðin segja sína sögu: Framsókn og flugvallarvinir fékk tvo borgarfulltrúa inn eftir tveggja vikna kosningabaráttu, en Dögun með Salman Tamimi innanborðs, sem aðhyllist sharia-lög, fékk núll. Án Tamamis hefði Dögun etv. getað fengið meirihlutann af þeim atkvæðum sem VG fékk.
Pétur D. (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 11:52
Hvað kemur Samfylkingunni við hugleiðingar MÍNAR Pétur. Dæmigerð viðbrögð og í takt við það sem ég er að segja.
Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2014 kl. 12:30
Umræðan snýst ekkert um framtíðina heldur skyndilausnir á vandamálum augnabliksins. Það er algjör skortur á umræðu til lengri framtíðar. ( nákvæmlega þetta Pétur )
Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2014 kl. 12:31
Jón, þú skrifaðir það sjálfur: "Einn flokkur talar um breytingar á gjaldmiðli og inngöngu í ESB, ...". Það er augljóst að þú ert að meina Samfylkinguna, sem þú gerir engar athugasemdir við, en: "aðrir flokkar eru á móti því án þess að bjóða upp á nokkrar lausnir eða stefnumörkun", sem er neikvæð umfjöllun um alla flokka sem hafna aðild að ESB.
Mér skilst líka að þú sért flokksbundinn í Samfylkingunni og hafir verið í eina tíð formaður Akureyradeildar flokksins. Þannig að alls staðar þar sem þú ert þá eru sjónarmið Samfylkingarinnar til staðar. Er það ekki svo?
Pétur D. (IP-tala skráð) 13.10.2014 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.