7.10.2014 | 08:13
Bananalýðveldið Ísland.
Kastljós í gærkvöldi dró saman og upplýsti landsmenn við hvaða viðskiptaumhverfi neytendur á Íslandi eiga við að glíma.
http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/06102014
Hagsmunir þeirra eru fyrir borð bornir og þeir sem græða eru klíkur þar sem lykilmenn úr Framsóknarflokknum sitja eins og kóngulær í neti og draga til sín fé og verðmæti.
Stjórmálamenn hafa áratugum saman stutt þetta kerfi og varið það, með hagsmuni sinna umbjóðenda að leiðarljósi.
Neytendur í þessu landi eru síðan fórnarlömbin, heimilin í landinu blæða fyrir þessar klíkur sem hugsa um það eitt að raka til sín fjármunum.
Í netinu miðju situr embættismaður í Landbúnaðrráðuneytinu, embættismaður sem Framsóknarflokkurinn hefur staðsett þarna til að gæta hagsmuna þessara klíkna.
Gömlum afdönkuðum stjórnmálamönnum er síðan komið fyrir á " réttum " stöðum.
Valdamenn í MS og KF Skagfirðinga gegna þarna lykilhlutverkum.
Þegar maður er upplýstur um svona kemur orðið bananalýðveldi fyrst upp í hugann.
Hvort Framsóknarflokkurinn hefur síðan umboð kjósenda sinna til svona starfssemi er síðan umhugsunarefni.
Svona hefur þetta verið í áratugi og maður spyr sig, eru kjósendur tilbúnir að stuðla að því að þessu kerfi sé viðhaldið næstu áratugi ?
Þannig mun það verða kjósi þeir Framsóknarflokkinn og stuðli að áhrifum hans í framtíðinni.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.