Bananalýðveldið Ísland.

 

Kastljós í gærkvöldi dró saman og upplýsti landsmenn við hvaða viðskiptaumhverfi neytendur á Íslandi eiga við að glíma.

 http://ruv.is/sarpurinn/kastljos/06102014

Hagsmunir þeirra eru fyrir borð bornir og þeir sem græða eru klíkur þar sem lykilmenn úr Framsóknarflokknum sitja eins og kóngulær í neti og draga til sín fé og verðmæti.

Stjórmálamenn hafa áratugum saman stutt þetta kerfi og varið það, með hagsmuni sinna umbjóðenda að leiðarljósi.

Neytendur í þessu landi eru síðan fórnarlömbin, heimilin í landinu blæða fyrir þessar klíkur sem hugsa um það eitt að raka til sín fjármunum.

Í netinu miðju situr embættismaður í Landbúnaðrráðuneytinu, embættismaður sem Framsóknarflokkurinn hefur staðsett þarna til að gæta hagsmuna þessara klíkna. 

Gömlum afdönkuðum stjórnmálamönnum er síðan komið fyrir á " réttum " stöðum. 

Valdamenn í MS og KF Skagfirðinga gegna þarna lykilhlutverkum. 

Þegar maður er upplýstur um svona kemur orðið bananalýðveldi fyrst upp í hugann.

Hvort Framsóknarflokkurinn hefur síðan umboð kjósenda sinna til svona starfssemi er síðan umhugsunarefni.

Svona hefur þetta verið í áratugi og maður spyr sig, eru kjósendur tilbúnir að stuðla að því að þessu kerfi sé viðhaldið næstu áratugi ?

Þannig mun það verða kjósi þeir Framsóknarflokkinn og stuðli að áhrifum hans í framtíðinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 820262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband