Ekki sekta.. en tryggja.

Auðvitað er það ekki raunhæft að sekta menn sem lenda í vanda og þurfa aðstoð. Veðurspár eru samt sem áður sú viðmiðun sem menn eiga að hafa þó þær séu aðeins spár. Stundum ganga þær eftir, stundum er veður skárra en gert er ráð fyrir en einnig verða veður oft verri en gert er ráð fyrir. Það verður að ætlast til af þeim sem fara slíkar ferðir að þeir taki tillit til veðurspár hverju sinni eins og hægt er. Veðurspá þessarar helgar var mjög afgerandi þó svo lægðin færi heldur vestar en gert var ráð fyrir. Samt var ófært veður sumsstaðar.

Ég er sammála því að það er óviðunandi fyrir björgunarsveitir að þurfa bera allan kostnað af slíkum leitum. Það þarf ekki mikið út af að bera til að tjón velti á milljónum og hafa ber í huga að stærstur hluti tekna björgunarsveita kemur af sjálfsaflafé í sjálfboðavinnu. Þess vegna er ekki ósanngjarnt að þeir sem stunda fjallaferðir séu skyldaðir til að tryggja sig gegn slíkum uppákomum. Menn eru skyldaðir til að tryggja fasteignir sínar gegn ýmiskonar uppákomum, eldsvoðum og vá ýmiskonar. Það er því ekki óeðlilegt að tryggingafélög bjóði upp á tryggingar sem í það minnsta bæta tjón sem björgunarsveitir verða fyrir við slíka almannaþjónustu. Það er heldur ekki óeðlilegt að þeir sem stunda fjallaferðir greiði iðngjald af slíkum tryggingum. Þetta gæti til dæmis heitið óbyggðatrygging og væri hluti af þeim tryggingapakka sem boðið er uppá fyrir ökutæki og vélsleða. Að mínu mati er þetta sanngjarnt gagnvart þeim mannskap sem leggur frístundir sínar undir við að þjóna almenningi í landinu ókeypis. Mér finnst það að bera síðan í bakkafullan lækinn að þeir þurfi síðan að safna milljónum til að eiga fyrir skemmdum sem óhjákvæmilega verða við slíkar aðstæður.


mbl.is Fjarstæðukennt að sekta fjallamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgunarsveitir eru kostaðar af almannafé og styrktarfé. Af hverju er er þá óviðunandi við það að þær beri kostnaðinn af því að veita þá þjónustu sem þær eru styrktar til að veita.

Georg (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 09:23

2 identicon

Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem þurfa á þjónustu björgunarsveita að halda greiði fyrir þjónustuna. Rétt eins og við þurfum að greiða fyrir að fara til læknis. Nú er ég ekki að segja að menn eigi að greiða að fullu kostnaðinn við útkall, enda hleypur hann oft á milljónum. En rétt eins og það kostar nokkra þúsundkalla að fara á slysadeild ef maður t.d. dettur í hálku eða slasast í íþróttum, þá finnst mér sjálfsagt að menn borgi fyrir björgunarsveitaútköll. Því miður væri erfitt í framkvæmd að gera greinarmun á þeim sem "viljandi" koma sér í vandræði (og ættu þar af leiðandi að borga meira) og hinum sem lenda í óhappi.

Stefán (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 09:42

3 identicon

Georg. Björgunarsveitir eru ekki kostaðar af almannafé. Þær fá styrki að einhverju marki sem nemur broti af þeim kostnaði sem fellur til. Það brúa sveitirnar með ýmsu móti m.a. flugeldasölu og fleiru í þeim dúr. Þar sem ég þekki til nema opinberir styrkir frá sveitarfélagi og ríki innan við 15% af rekstri sveitarinnar. Hitt er fengið með ýmiskonar móti þar sem félagar sveitanna leggja á sig sjálfboðavinnu við það eins og þeir gera í björgunarstarfinu sjálfu.

jJón Ingi (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband