Blekkingar ríkisstjórnarflokkanna að opinberast.

http://www.dv.is/frettir/2014/9/3/hluti-hofudstolslaekkunar-verdur-hugsanlega-dreginn-til-baka-ef-ekki-faest-fjarmagn-fyrir-theim-/

 Tryggvi sagði hugsanlegt að hluti aðgerðanna verði tekinn til baka, fari svo að ekki fáist fjármögnun fyrir þeim en greint var frá því í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að þrotabú Glitnist ætli að láta reyna á lögmæti bankaskatts fyrir dómi en ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ætlar að nota þennan skatt til að fjármagna lækkun húsnæðislána.

dv.is

___________________ 

Peningar í niðurfærslur lána koma ekki frá hrægömmum.

Peningar í niðurfærslur koma ekki frá bönkum ef mál tapast.

Peningar sem nota á í að færa niður skuldir sumra eru teknar úr samneyslunni og af almennu skattfé.

Ríkisstjórnin er því að kaupa sér vinsældir á kostnað allra með því að færa peninga til valins hóps.

Þetta er náttúrlega í engu samræmi við það sem formenn stjórnarflokkanna héldu fram.

Og það sem meira er, ef ekki fást peningar sem nægja fyrir skuldaniðurfellingunni úr ríkissjóði þá verður aðgerðin einfaldlega dregin til baka að hluta eða alveg.

Loksins kemur fram fulltrúi stjórnvalda sem ekki reynir að beita blekkingum eins og t.d. formenn stjórnarflokkanna, hann einfaldlega segir okkur satt.

Ég held að flestir verði því sammála að skattfé landsmanna væri betur varið með öðrum hætti, í niðurskurði og erfiðleikum ríkissjóðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband