Fullkomið skipbrot Framsóknarflokksins.

 

Framsóknarflokkurinn er hruninn.

Fylgi flokksins nálgast nú fylgi Pirata og hann er nú næst minnsti flokkur landsins samkvæmt skoðakönnun Capasent.

Flokkur með 11% + fylgi leiðir landsstjórnina og er valdamesti flokkur landsins.

Hvort stærsti flokkurinn vill bera á því ábyrgð að halda slíkum smáflokki við völd á eftir að koma í ljós.

Nýleg könnun Fréttablaðsins sýndi minnsta traust til ráðherra sem sést hefur frá upphafi slíkra mælinga.

Á einu og hálfu ári hefur ríkisstjórninni tekist hið ómögulega, glutra niður ótrúlega stórum þingmeirihluta niður í 27 þingmenn samkvæmt könnunum.

Framsóknarflokkurinn hefur nú tapað 11 af 19 þingmönnum sínum samkvæmt könnun Capasent og hafa nú einum þingmanni færri en á síðasta kjörtímabili þegar flokkurinn náði metlægð í þingmannafjölda.

Þegar horft er til ástæðna þessa eru þær nokkuð augljósar.

Ráðherrar flokksins eru verklausir, ábyrgðarlausir og ráða ekki við verkefni sín.  Sumir þingmenn flokksins hafa farið offari og kjósendum blöskrar.

Einu sinni þóttist Framsóknarflokkurinn vera félagshyggjuflokkur. Það er löngu liðin tíð og Framsókn er nú nytsöm hækja Sjálfstæðisflokksins við að hygla ríkum, gefa LÍÚ aðlinum milljarða og hafa auk þess stutt auknar álögur á fátæka og sjúklinga.

Sennilega þarf enginn að vera hissa á þessari útreið sem flokkurinn fær í nýjustu skoðanakönnun.

Sjálfstæðisflokkurinn lafir í því sama og í síðustu kosningum, langt innan þess fylgis sem hann áður hafði. 

Niðurstaðan er að stjórnarflokkarnir njóta ekki trausts, ráðherrar flokkanna fengu fullkomna falleinkun í skoðanakönnun Fréttablaðsins og ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt síðustu könnunum.

Mun landinu verða stýrt af smáflokki sem tapað hefur öllu trausti út kjörtímabilið ?

Það er spurning næstu mánaða. 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband