Allt rétt - alltaf, segir formaður Sjálfstæðisflokkins.

„Ég tel að Hanna Birna kom­ist í gegn­um þetta mál. Það er mín spá,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un spurður út í stöðuna varaðandi leka á per­sónu­upp­lýs­ing­um um hæl­is­leit­anda úr inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

_____________

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur haldið því fram frá upphafi að allt sé rétt gert hjá innanríkisráðherra.

Af hverju er hún þá í þessum bölvuðum vandræðum ?

Pollýanna er ráðgjafi Bjarna í þessu máli. 


mbl.is Viðbrögð Hönnu Birnu rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að undanförnu í grafalvarlegu sjálfskaparvíti sem hann hefur komið sér á eigin spýtur í. Hrokinn hefur verið aðalsvarið til þjóðarinnar en bak við tjöldin gengur hvert áfallið yfir annað. Nú hristir rækilega undir stólum ráðherranna sem engar siðareglur vilja. Er von að guðunum þyki nóg komið af svo góðu og nú má jafnvel reikna með eldgosi og náttúruhamförum.

Æskilegt væri að fá annan innanríkisráðherra hrokalausan og úrræðagóðan fyrir þjóðina en ekki hagsmunagæsluaðila fyrir þröngsýnu valdaklíkuna í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum!

Guðjón Sigþór Jensson, 17.8.2014 kl. 14:48

2 identicon

Þetta kaus þjóðin yfir sig, ekki síst þeir sem eiga rétt aðeins bót fyrir rassinn. Hún kaus tvo silfurskeiðunga, sem hafa aldrei dýft hendinni í kalt vatn, en eru samt ríkir, ef ekki moldríkir á íslenska mælistiku.

Og hvaðan komu "tekjurnar", innherjaviðskipti og brask. Og Bjarni Ben er það mikill auli, að hann lætur Kögunar-strákinn spila með sig. Frábært, hvað þið megið vera stolt!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 15:07

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Samkvæmt þínu máli, Hr. Jón Ingi Gæsarsson,  þá eiga stjórnvöld að gera svo sem þér líst best. Sem sagt að vera upptekin af einhverjum ómerkingum sem kunna ekki að lifa heima hjá sér. 

Þín skoðun er að sjá, sem  við eigum að breiða út faðminn til fólks sem við þekkjum ekki neitt en láta landa okkar í nauð redda sér sjálfum á torfi að gömlum Íslenskum sið.  En aðkomumaðurinn á að fá dúnsæng.

Ég held Jón Ingi Gæssarson að það sé lítið á þínu viti að byggja.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2014 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband