Lekamálið, pólitísk ábyrgð ráðherra.

Ríkis­sak­sókn­ari mun gefa út ákæru á hend­ur Gísla Frey Val­dórs­syni, aðstoðar­manni Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur inn­an­rík­is­ráðherra, vegna meðferðar per­sónu­upp­lýs­inga um hæl­is­leit­enda í leka­mál­inu svo kallaða. Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir grein­ir sjálf frá þessu í yf­ir­lýs­ingu. Hún hef­ur leyst Gísla Frey frá störf­um.

__________

Þá liggur það fyrir, það er pólitískur starfsmaður innanríkisráðherra sem verður ákærður í lekamálinu.

Það er því fullkomlega ljóst að auk aðstoðarmannsins sem leystur var frá störfum verður innanríkisráðherra - dómsmálaráðherra að víkja, í það minnsta meðan mál starfsmanns ráðherra er til meðhöndlunar.

Það er óhugsandi að yfirmaður dóms og lögreglumála geti starfað undir þessum kringumstæðum.

Niðurstaða verður síðan þegar málinu lýkur í dómskerfinu hvort það brotthvarf ráðherrans verður endanleg.

 


mbl.is Aðstoðarmaður Hönnu Birnu ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Peði hefur verið fórnað, ráðherrann víkur ekki. Framundan eru hástemmdar langloku yfirlýsingar Hönnu Birnu, á 78 snúningum, að hún hafi ekki, endurtek ekki, vitað af eða gefið aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um lekann. Ég kaupi það ekki að uppsögn lögreglustjóra sé málinu óviðkomandi og tímasetningin tilviljun og svo ekki sé talað um bakdrátt hans á umsókn um stöðu forstjóra Samgöngustofu, daginn eftir óskráðan fund hans með Hönnu Birnu, hvar þessi mál voru sannarlega rædd.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.8.2014 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli Stefán hafi ekki bara áttað sig á því á þessum fundi að hann hefði engann áhuga á að vinna lengur sem undirmaður hennar, og þess vegna dregið til baka umsóknina hjá Samgöngustofu, sem heyrir einmitt undir innanríkisráðuneytið.

Just sayin'...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2014 kl. 21:56

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var ekki fröken Svavarsdóttir fyrverandi Ráðherra sem var dæmd fyrir afglöp í starfi af Hæstarétti og hvað var gert við hana?

Nei auðdita er dómstóll götunar búinn að dæma aumingja manninn, það þarf auðvitað ekki að eyða tíma og fjármunum í réttarhöld.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.8.2014 kl. 22:09

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er fróðlegt að fylgjast með hræsni vinstrimanna þessa stundina.  Vinstrimenn kallað eftir gálga og dauða pólitískra andstæðinga sinna, jafnvel löngu áður en menn eru sakfelldir. 

Jóhanna nokkur Sigurðardóttir, einn fremsti vinstrimaður seinni tíma, barðist með egg og oddi fyrir tilteknum lögum.  Henni tókst með harðfylgi og frekju, eins og henni einni er lagið að koma umræddum lögum á.  Þessi sama Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra landsins, var fyrst allra til að brjóta umrædd lög sem hún og fékk dóm fyrir.  Ekki datt Jóhönnu eða öðrum vinstrimönnum í hug að hún þyrfti að axla ábyrgð gjörða sinna, þvert á móti, hún bar ekki meiri virðingu fyrir lögum landsins jafnvel þó svo hún sjálf hafi komið þeim á. 

Umrædd Jóhanna fékk á sig dóm, en ekki þótti vinstrimönnum neitt mikið um þann dóm, þeir þögðu þunnu hljóði. 

Nú krefjast vinstrimenn "dauða" án þess að dómur hafi fallið, það sýnir hversu miklir menn þeir eru eða hitt þó heldur.  Hræsni vinstrimanna skín skært sem sólin þessa dagana.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.8.2014 kl. 00:40

5 identicon

Hanna Birna svaraði fyrispurn Val­gerðar Bjarna­dótt­ur um málið á Alþingi og sagði þá m.a. að "Minn­is­blað inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um mál­efni hæl­is­leit­anda var hvorki unnið með vit­und né að ósk ráðherra eða skrif­stofu ráðherra."

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að minnisblaðið var unnið að BEIÐNI skrifstofustjóra Innanríkisráðuneytisins.

Bara þessi eina lygi er næg ástæða til að Hanna Birna segi af sér. Hvað þá sú lygi hennar að minnisblaðið hafi ekki verið til í ráðuneytinu þegar lekinn átti sér stað og hafi "dúkkað upp" löngu síðar. Plús allar hinar lygarnar.

Það er með miklum ólíkindum að Hanna Birna skuli enn halda að hún eigi eftir að komast upp með þetta og geti setið áfram sem ráðherra.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 01:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vissulega gæti það verið Guðmundur, að Stefán hafi á fundinum með Hönnu Birnu fengið svo upp í kok af hegðun HB að hann hafi algerlega misst áhugan á frekari störfum undir hennar stjórn. Hvort heldur er, þá er spurningin eftir sem áður um hæfi ráðherrans.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2014 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband