14.8.2014 | 22:00
Framsóknarveiran og þjóðirnar.
Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum.
____________
Samkvæmt kenningum Framsóknarmanna er stórhættulegt að borða í útlöndum.
Samkvæmt kenningum þeirra er hvergi óhætt að innbyrða mat af neinu öryggi nema á Íslandi.
Allir muna kenningu Sigrúnar þingflokksformanns þar sem hún útmálaði hætturnar í beinni.
Í dag hefur SDG bætt um betur og rætt um stórhættulega sýkingu í útlöndum.
Hún hefur hreiðrað um sig í kjöti erlendis og þeirra sem hennar neyta verða fyrir stórkostlegum breytingum svo víðtækum að þær gætu breytt heilu þjóðunum.
Það væri nú verra ef það gerðist á Íslandi.
Aldrei að vita hvað gæti gerst, t.d. gæti Framsóknarflokkurinn horfið og aðrir flokkar vaxið úr hömlu.
-----
En í alvöru, hvað á þetta Framsóknargrín að standa lengi og hversu lengi ætlar þjóðin að umbera þessa dauðans hysteríu og þvælu sem veltur upp úr forustufólki Framsóknar.
Samkvæmt þeirra kenningum ættu allir að vera steindauðir eða í það minnsta eitthvað skrítnir eftir að hafa neytt erlendra kjötvara.
Ég persónulega hef ekki greint neinn sérstakan mun á hegðunarmunstri þjóða sem ég hef ferðast um og gæti stafað af óhollu eða óætu kjöti.
En ég er víst ekki fræðimaður á þessu sviði eins og ráðmenn Framsóknar.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.