6.6.2014 | 12:06
Björt framtíð er ekki jafnaðarmannaflokkur.
Meira að segja Styrmir er að fatta það.
Hingað til hefur verið litið á Bjarta framtíð sem eins konar fylgihnött Samfylkingar og að ganga mætti út frá samstarfi þeirra flokka tveggja sem vísu á öllum vígstöðvum. Nú er hugsanlega að koma í ljós að svo sé ekki. ( segir Styrmir )
En Björt framtíð er ekki jafnaðarmannaflokkur.
Björt framtíð er hægri miðjuflokkur með Evrópusinnaðar áherslur. Þeir hafa sótt um og fengið aðild að samtökum slíkra flokka en eru ekki í samtökum jafnaðarmanna í heimsvísu. Þeir eru þarna með Framsóknarflokknum og líður vel með það greinilega.
Það hentaði þingmönnum sem stofnuðu þennan flokk að láta í það skína í upphafi að þeir væru jafnaðarmenn sem ekki vildu vera innan Samfylkingar. Þannig fengu þeir margan jafnaðarmanninn til að kjósa með þeim, svolítið á fölskum forsendum en tókst ágætlega.
Það fór ekki á milli mála að margir fyrrum kjósendur keyptu þetta upplegg og töldu að innan þessa flokks væru þeir áfram að kjósa jafnaðarmannaflokk, kannski aðeins meira til hægri en Samfylking Jóhönnu sýndist vera.
En nú hefur meira að segja Styrmir Gunnarsson áttað sig á því að þetta er ekki svona, Björt framtíð er hentugur samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins og nær honum en jafnaðarmönnum á miðjunni.
Því var haldið fram að upplegg forustunnar hjá BF í sveitarstjórnarkosningunum að horfa frekar til hægri og Sjálfstæðisflokks, en Samfylkingar og jafnaðarmanna.
Það upplegg er að kristallast í Hafnarfirði og Kópavogi þar sem þeir náðu að vinna nokkra sigra, en þetta mistókst á Akureyri og Ísafirði sem dæmi.
Hvað þeir hefðu gert þar getur ekki komið í ljós þar sem styrkur þeirra dugði ekki. Leiða má líkum að því að þannig hefði farið á báðum þessum stöðum.
Það er mjög gott að rétt andlit Bjartrar framtíðar er nú á hreinu, það auðveldar kjósendum að skoða flóru flokka í réttu ljósi og hvað er í boði hverju sinni.
Það er aðeins einn jafnaðarmannaflokkur á Íslandi.
Hugsanlega fyrirboði breyttra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það er aðeins einn jafnaðarmannaflokkur á Íslandi." Ósammála þessu.
Vg er ekki síður jafnaðarmannaflokkur en Samfylking, en þessir tveir flokkar verða að sameinast í einn sterkan Social Democratískan flokk. Það ætti að geta gerst, vilji er allt sem þarf.
En fyrst þyrftu flokkanir að losa sig bæði við Ögmund og Árna Pál. Þeir gætu gengið til liðs við Bjarta framtíð, ef ekki Íhaldið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 12:41
Allir flokkarnir á Íslandi eru miðjuflokkar.
Óskar Guðmundsson, 6.6.2014 kl. 12:51
Það er nefnilega ENGINN jafnaðarmannaflokkur á Íslandi. Það er ansi langt selst þegar menn kalla LANDRÁÐAFYLKINGUNA jafnaðarmannaflokk................
Jóhann Elíasson, 6.6.2014 kl. 13:07
Jón Ingi, þú ert bara tapsár fyrir hönd þíns flokks, Samfylkingarinnar, sem gekk ekki vel í kosningunum á landsbyggðinni. Hins vegar fékk BF nógu góða kosningu til að komast í meirihluta í nokkrum bæjarfélögum án Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur alltaf verið misjafnaðarmannaflokkur, alveg eins og VG. Það er rétt hjá Jóhanni, að það er ekki til jafnaðarmannaflokkur á Íslandi og hefur ekki verið áratugum saman, eða ekki síðan gamli Alþýðuflokkurinn var og hét, þar til hann dó í raun í byrjun 7. áratugarins. Ef þú, Jón Ingi heldur, að flokkur verði jafnaðarmannaflokkur í raun bara með því að breyta nafni sínu í "Jafnaðarmannaflokk Íslands", þá ertu anzi naïv.
Þú getur tekið mín orð gild, því að ég er algjörlega flokkspólítískt óháður hvað Ísland varðar. Ég aðhyllist sjálfur raunverulega jafnaðarmannastefnu (félagsleg frjálshyggja - social liberalism), sem enginn íslenzkur flokkur fylgir og sem þingflokkar á meginlandi Evrópu (ýmist vinstri-, miðju- eða hægri-) fylgja aðeins að hluta til. Ég hef meiri reynslu en þú, Jón Ingi af evrópskum stjórnmálum, því að ólíkt þér hef ég búið og verið pólítískt virkur annars staðar en bara á Íslandi.
Pétur D. (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 14:02
Haukur, VG skilgreinir sig ekki sem jafnaðarmannaflokk, eigum við ekki að leyfa þeim að ráða þessu ?
Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2014 kl. 14:10
Jóhann enn og aftur málefnalegur og rökfastur, það breytist ekki.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2014 kl. 14:11
Pétur, Samfylkingin á Akureyri tvöfaldaði næstum fylgi sitt og tvöfaldaði bæjarfulltrúafjöldann, enda er ég ekki að ræða neitt fylgi eða ekki fylgi í þessu bloggi.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2014 kl. 14:12
Nýjustu fréttir benda til að Sjálfstæðisflokkurinn sé að að taka Bjarta framtíð með sér í aukinn meirihluta á Akranesi.
Það var löngum í tísku hjá mörgum að kalla BF litlu Samfylkinguna..... reyndist síðan rangnefni, kannski litli eitthvað annað ?
Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2014 kl. 14:14
Hvers vegna er fólk alltaf að tala um Bjarta Framtíð sem litlu Samfylkinguna? Það virðist bæði vera til hægri og vinstri, nema að núna eru vinstri menn farnir að segja að hún sé til hægri og hægrimenn kannski farnir að taka hana í meiri sátt. Þetta er alls ekki sami flokkurinn og hann getur greinilega bæði unnið til hægri og vinstri, sbr. Hfj, Kóp og RVK.
Skúli (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 14:50
Er þá Björt Framtíð tækifærisflokkur?
Sem sagt haga seglum eftir vindi.
Einhverra hluta vegna þá held eg að eplið falli ekki langt fra trenu, voru ekki tveir aðal stofnendur BF i Samfylkingunni en voru hræddir að þeir kæmust ekki a þing nema að stofna Littlu Samfylkinguna BF.
Kveðja fra Houston
Jóhann Kristinsson, 6.6.2014 kl. 22:15
Guðmundur Steingrímsson var ekki ánægður með að fá ekki að erfa formannsstarfið í Framsókn og komst heldur ekki áfram í Samfylkingunni, ekki frekar en Robert Marshall. Þeir sáu, eins og allir aðrir, að Samfylkingin myndi tapa miklu fylgi í komandi þingkosningum vegna endurtekinna mistaka og klúðurs Samfylkingarinnar í vinstristjórninni. Ég get ekki talið á minna en tveimur höndum öll þau skipti sem metnaðargjarn þingmaður, sem vill meiri persónuleg völd eða 15 mín. frægð stofnar eigin flokk. Oftast verða þessir flokkar skammlífir, sbr. Frjálslynda flokkinn og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, en hver veit nema BF lifi Samfylkinguna af. En ekki vegna mismunandi stefnu, enda báðir ákafir ESB-sinna- og and-flugvallarsinnaflokkar. Því að persónulega get ég ekki séð neinn mun á Samfó og BF, þetta er sama gamla súpan með nýjum bollum.
Pétur D. (IP-tala skráð) 6.6.2014 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.