Sjálfstæðisflokkurinn hruninn til grunna.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 22,1%, borið sam­an við 24,6% í könn­un frá apríl. Fylgi Bjartr­ar framtíðar mæld­ist nú 19,4%, borið sam­an við 16,8% í síðustu könn­un. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 16,4%, borið sam­an við 15,6% í síðustu könn­un. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 12,3%, borið sam­an við 11,8% í síðustu könn­un. Vinstri-græn mæld­ust nú með 11,6% fylgi, borið sam­an við 12,5% í síðustu könn­un. Pírat­ar mæld­ust nú með 9,6% fylgi, borið sam­an við 11,1% fylgi í síðustu könn­un. Fylgi annarra flokka mæld­ist und­ir 3%.

_____________

Stóru tíðindin í þessari könnun er að Sjálfstæðisflokkurinn er að festast í fylgi sem er helmingurinn af því sem hann hafði alla mest alla síðustu öld.

Bjarna er að takast hið ómögulega í góðri samvinnu við Hádegismóa að eyða gamla Sjálfstæðisflokknum eins og við þekktum hann hér áður fyrr. Líklegt er að þetta gæti lækkað enn frekar þegar nýr ESB sinnaður hægri flokkur lítur dagins ljós. Sjálfstæðisflokkur framtíðarinnar gæti orðið 15-20% flokkur sem er í sjálfu sér ágæt niðurstaða fyrir þjóðina.

Sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn að verða frekar rýr hægri flokkur, svona í anda þess sem víða er í Evrópu.

Tími Sjálfstæðisflokksins sem yfirburða valdaflokks er liðinn, þökk sé forpokaðri hugsun og hagsmunagæslu við hina efnameiri í þjóðfélaginu.

Það er ekki stemning fyrir slíkum flokki á nýrri öld.

 


mbl.is 34,5% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lengi sigldu þeir undir nokkurs konar sjóræningjaflaggi. Meira að segja X-D höfðu þeir fengið í arf frá Félagi íslenskra þjóðernissinna, þeas gömlu íslensku nasistanna sem buðu síðast fram við sveitastjórnarkosningar 1938!

Ekki kæmi mér á óvart að flokkurinn verði komið niður fyrir 15% með sama áframhaldi, jafnvel enn neðar 10-12% áður en kjörtímabilið er búið.

Guðjón Sigþór Jensson, 13.5.2014 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband