4.3.2007 | 15:22
Framsókn. Utanríkis og varnarmál ekki á dagskrá ?
Ég hef aðeins verið að gefa því auga undanfarna daga hvað Framsóknarflokkurinn hefur fram að færa í utanríkis og varnarmálum. Meðan Halldór Ásgrímsson var formaður flokksins var hann bara nokkuð frjálslyndur og talaði fyrir skoðun á Evrópumálum og jafnvel taldi þáverandi formaður flokksins koma til greina að sækja um aðild. Að vísu var varaformaðurinn á öðru máli enda sjóndeildarhringur hans bundinn við Suðurlandsundirlendið og ekki hægt að ætlast til þess að hann talaði í þeim anda. Sennilega stafaði þessi skilningur Halldórs þáverandi formanns af veru hans í stól utanríkisráðherra.
En nú kveður við annan tón. Ekkert minnst á Evrópu á flokksþinginu nýafstaðna og varnarmál landsins ekki stafkróks virði. Samt er utanríkisráðherrann þarna innanborðs. Mér sýnist að öllu að varnar og utanríkismál séu bara alls ekki á dagskrá flokksins og það var dálítið neyðarlegt að heyra í félagsmálaráðherra, Magnúsi Stefánssyni í útvarpi áðan. Hann hafði greinilega ekki gert sér grein fyrir þessu fyrr en þáttarstjórnandinn gekk á með þetta. Magnús eiginlega stamaði og hikstaði og virtist sem hann væri illa lesinn í fræðunum og samþykktum flokkþingsins.
Þetta er afar sérkennilegt. Stjórnflokkur til 12 ára hefur enga mótaða stefnu og markmið í utanríkis og varnarmálum. Kannski er Framsókn að taka upp tækni Sjálf"töku"flokksins og hefur engar handbæra stefnu í viðkvæmum og mikilvægum málum. Það fór aldrei svo að Framsóknarflokkurinn viðurkenndi að hann er bara að verða að litlu útibúi frá stórabróður .. bláa.
Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.