Grímulaus hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins.

Stærsti einstaki skattalækkunarliðurinn gagnvart einstaklingum sem Bjarni vísaði í í ræðu sinni er brottfelling auðlegðarskattsins. Reiknað er með að skatturinn skili ríkissjóði 9,4 milljörðum króna í ár samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrumvarpinu en hann nær til um tæplega sex þúsund einstaklinga. Almennar tekjuskattslækkanir, þar sem milliþrep tekjuskatts var lækkað og neðri mörk hans hækkuð, skilar ekki nema fimm milljörðum og nær til flestra launþega.

Skattur á sjávarútvegsfyrirtæki var svo lækkaðir sem nemur 7,4 milljörðum króna, eða jafnvirði um 60 þúsund króna á hvert heimili.

( dv.is )

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf ástundað grímulausa hagsmunagæslu fyrir þá ríkari í þjóðfélaginu.

Sumir trúðu því að Flokkurinn hefði breyst eftir hrunið.´

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í tæplega ár.

Allir sjá að Flokkurinn hefur ekkert breyst, jafnvel enn grímulausari og harðari í hagsmunagæslunni en áður var.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikill munur á sjálfstæðismönnum og þér, við sjálfstæðismenn viljum ekki skattpíningu, upptöku eigna eldri borgara, við erum ekki sósíalsubbur, við berum hag einstaklinga fyrir brjósti, bæði þeirra sem vinna og afla tekna og greiða skatta, þá er það staðreynd að sjálfstæðismenn gera ávallt best við þá sem minna mega sín.

Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 13:13

2 identicon

Allt tal um lækkun skatttekna án þess að gefa upp hvaða gjöld eigi að skerðast á móti er óábyrgt lýðskrum. Menn verða að vita hvað skattalækkanirnar kosta í minni opinberri þjónustu eða auknum skuldum ríkisins. Vilja menn lækka skatta og fá í staðinn verri heilbrigðisþjónustu, verra menntakerfi og verra vegakerfi en ella? Vilja menn að ríkið taki lán til að fjármagna skattalækkanir? Ég efast um það.

Ef hjón eiga 100 milljónir eða einstaklingur 75 milljónir þá höfðu þau auðvitað miklu meiri tekjur af þessum eignum sínum en sem nemur auðlegðarskattinum.  Allt tal um eignaupptöku í þessu sambandi er því fáránlegt og lýsir aðeins græðgi þeirra sem þannig tala. Fyrir aðeins örfáum áratugum, eða varla það, greiddu Íslendingar slíkan skatt af tiltölulega lítilli eign. Hann var kallaður eignaskattur. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 15:24

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil ekkert í Guðmundi nema hann eigi mikið undir sér og vill hafa þetta eins og burgeisarnir.

Hins vegar er ekki unnt annað en vera sammála Ásmundi. Lýðskrum kemur eins og búmerang í hausinn á þeim sem lýðskruminu beitir.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2014 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818117

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband