Milljarða tap sveitarfélaga.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að leið ríkisstjórnarinnar um að leyfa skattfrjálsa notkun séreignalífssparnaðar við kaup á fyrstu eign, að hámarki 1,5 milljón kr., feli í sér nýja hugsun. Þetta verður hægt næstu 5 árin en umfang aðgerðanna verður það sama og áður var kynnt.

__________________

Sveitafélög á Íslandi berjast flest í bökkum.

Þessi áform ríkisstjórnarinnar munu rýra tekjustofna sveitarfélaganna um milljarða.

Það mun síðan bitna á íbúum þeirra með beinum hætti í formi þjónustuskerðingar og minni möguleikum fyrir sveitarstjórnir.

Sennilega ein af grófari inngripum stjórnvalda í tekjustreymi til sveitarfélaganna á Íslandi seinni árin.

Heyrst hefur talan 5 milljarðar fyrir Reykjavík á næstu fimm árum.

Ef til vill ætla þeir ríkisstjórnarfélagar að bæta sveitarfélögunum þessa tekjuskerðingar í auknum fjárframlögum ? 


mbl.is „Felur í sér nýja hugsun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jón Ingi

Með því að styrkja heimilin, styrkjast sveitarfélögin.  Með því að halda heimilunum í fjötrum fátæktar og helst háðum stuðningi frá almannafé, ég tala nú ekki um það fólk sem er að stofna heimili, þá er verið að gera sveitarfélögunum erfiðara fyrir.

Það má þó segja um þá ríkisstjórn sem nú er við völd að hún er að reyna að slá skjaldborg um heimilin í landinu, eitthvað sem síðasta ríkisstjórn gerði ekki þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Auðvitað kostar peninga að leiðrétta og laga hag þeirra sem þurfa á því að halda, en það mun skila sér margfalt þegar fram í sækir.  Hvar er annars jafnaðarstefnan sem þú aðhyllist Jón Ingi? eða ertu kannski enginn jafnaðarmaður?

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.3.2014 kl. 16:22

2 identicon

Það er mikill misskilningur að það sé verið að slá skjaldborg um heimilin. Þarna er að miklu leyti um að ræða millifærslu fjár frá þeim verr settu til hinna betur settu. Það er verið að auka ójöfnuðinn.

Öfugt við skuldalækkanir í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem bankarnir fjármögnuðu alfarið, á nú að nota eingöngu tekjur ríkissjóðs. Almenningur sjálfur fjármagnar því óréttláta millifærslu. Hlutur margra í þeim kostnaði verður óhjákvæmilega meiri en þeir fá í lækkun að ógleymdum efnahagslegum hremmingum sem fylgja í kjölfarið.

Það er auðvitað algjörlega galið að illa haldinn ríkissjóður sem hefur ekki efni á að halda úti sómasamlegu heilbrigðis- og menntakerfi sói 80 milljörðum með slíkum hætti. Meira vit væri í að bæta kjör og opinbera þjónustu og greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Það er með ólíkindum að þráhyggjusýki SDG allt frá 2009 hafi haft þessi áhrif þrátt fyrir viðvaranir málsmetandi aðila erlendra sem innlendra. Something is rotten.......... 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband