Af mikilvægi hverfisnefnda.

 

 Undirritaður hefur ákveðið að taka sæti í stjórn Hverfisnefndar Oddeyrar á ný.

Oddeyrin er næst elsta hverfi Akureyrar að stofni til, þar hófst byggð um miðja 19. öld.

Því miður hefur hverfinu ekki verið sýndur fullur sómi undanfarna áratugi og mörg verkefni bíða þar úrlausnar.

Mjög mikil uppsöfnuð þörf er fyrir uppbyggingu gatna og gangstétta og víða er viðhaldi ábótavant. Víða í hvefinu eru illa hirtar lóðir og svæði t.d. þar sem hús hafa horfið af einhverjum ástæðum.

Það er mikil þörf á að ramma inn framtíðaráætlun fyrir hverfið og hefja þar uppbyggingu eins og hefur tekist með miklum ágætum í Innbænum.

Þétting byggðar og nýting auðra lóða er mikilvæg framtíðarsýn. 

Hlutverk hverfisnefnda er að benda á það sem betur má fara og gefa umsagnir um erindi sem t.d. skipulagsnefnd og fleiri senda til nefndarinnar.

Það er dýrmætt fyrir hverfi að hafa virka hverfisnefnd, nefnd sem vakir yfir velferð hverfisins og er vakandi fyrir aðstæðum hverju sinni.

Ég hef lengi haft þá skoðun að það eigi að auka virkni hverfisnefnda og fjölga verkefnum sem þeim eru falin. Því miður geta hverfisnefndir lagst í dvala án þess að bæjaryfirvöld blandi sér það.

Kannski hafa bæjaryfirvöld ekkert sérstakan áhuga á þessum nefndum, í það minnsta mætti áhuginn og eftirlitið vera meira.

  

Á aðalfundi 6. mars 2014 var ný hverfisnefnd kosin fyrir Oddeyri.

 Eftirtaldir voru kosnir:

Arnar Bliki Hallmundsson
Ingimar Tryggvason
Jón Einar Jóhannesson
Jón Ingi Caesarsson  

Perla Fanndal  formaður.

Til vara:
Hjalti Jóhannesson
Kristín Elva Magnúsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818200

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband